Tilkynning um fjármál Reykjaneshafnar og birting ársreiknings í viku 16


Vísað er til fyrri tilkynninga um fjármál Reykjaneshafnar.

Með tilkynningum Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar sem birtust í gær, 14. apríl, kom fram að minnihluti kröfuhafa hefði synjað að ganga til samninga á grundvelli   samkomulags um fjárhagslega endurskipulagningu sveitarfélagsins og stofnana þess.  

Með tilkynningu Reykjaneshafnar, sem birt var þann 16. mars sl., var greint frá því að kröfuhafar Reykjaneshafnar hefðu framlengt samþykki sitt um greiðslufrest og kyrrstöðutímabil Reykjaneshafnar til og með 15. apríl 2016.   

Að fenginni synjun minnihluta kröfuhafa að ganga til samkomulags er ljóst að til greiðslufalls á skuldbindingum Reykjaneshafnar kemur eftir 15. apríl 2016, að öllu óbreyttu.

Í tilkyninningu Reykjaneshafnar þann 29. mars sl. kom fram að ársreikningur Reykjaneshafnar yrði birtur í viku 15.  Ljóst er að birting ársreiknings seinkar um viku og verður hann birtur í viku 16 þess í stað

 

Halldór K Hermannsson,

hafnarstjóri Reykjaneshafnar.