Árshlutareikningur fyrir A-hluta Akureyrarbæjar fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2016

Rekstur í þokkalegu jafnvægi


Árshlutareikningur fyrir A-hluta Akureyrarbæjar fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2016 var lagður fram í bæjarráði í dag. Árshlutauppgjörið er óendurskoðað.

Rekstrarniðurstaða A-hluta á fyrri hluta ársins var neikvæð um 155,3 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að rekstarhalli yrði 380 milljónir króna á tímabilinu. Afkoman er því nokkru betri en áætlun gerði ráð fyrir.

Samtals námu tekjur 8.209 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir að tekjur yrðu 8.100 milljónir. Skatttekjur voru 5.043 milljónir króna sem er 173 milljónum umfram áætlun eða 3,56%. Tekjur frá Jöfnunarsjóði námu 1.254 milljónum króna sem er tæpum 9% lægra en áætlun gerð ráð fyrir. Aðrar tekjur voru 1.911 milljónir sem er 59 milljónum umfram áætlun eða 3,17%.

Rekstrargjöld voru samtals 8.319,5 milljónir króna sem er 181,3 milljónum eða 2,23% umfram áætlun. Laun og launatengd gjöld námu 5.085 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 4.828 milljónum króna. Frávikið skýrist að stærstu leyti af breytingu á gjaldfærðu áföllnu orlofi en það hækkaði um 162,6 milljónir króna, auk áhrifa nýrra kjarasamninga sem gerðir voru á tímabilinu. Annar rekstrarkostnaður var 2.838 milljónir króna sem er 48 milljónum undir áætlun. Í öðrum rekstrarkostnaði er m.a. gjaldfærður á aðalsjóð halli á Öldrunarheimilum Akureyrabæjar (sem er B-hluta fyrirtæki) að fjárhæð 208 milljónir króna.

Fjármagnsgjöld, nettó, námu 45 milljónum króna sem er 298 milljónum minna en áætlun gerði ráð fyrir.

Samkvæmt sjóðsstreymi nam veltufé frá rekstri 422 milljónum króna eða 5,14% af tekjum.    Fjárfestingahreyfingar námu 308 milljónum króna og fjármögnunarhreyfingar 244 milljónum króna.  Afborganir lána námu 311 milljónum króna. Engin ný langtímalán voru tekin á tímabilinu. Handbært fé var 1.575 milljónir króna.

Litlar breytingar urðu á efnahag: fastafjármunir námu 23,6 milljörðum og veltufjármunir 3.498 milljónum króna. Eigið fé var11.474 milljónir króna en var 11.630 milljónir um síðustu áramót. Langtímaskuldir og skuldbindingar námu 12.346 milljónum króna en námu 12.459 milljónum króna í lok síðasta árs. Skammtímaskuldir voru 3.303 milljónir króna en voru 3.079 milljónir króna um sl. áramót.

Veltufjárhlutfall var 1,06 á móti 1,08 í lok síðasta árs. Eiginfjárhlutfall var 42%.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Dan Brynjarsson fjármálastjóri

Sími 460-1000

 


Attachments

Árshlutareikningur Akureyrarbæjar 6 mán 2016.pdf