TM - Breyting á viðskiptavakt


TM hf. og Arion banki hf. hafa gert með sér samning um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af TM í Kauphöll Íslands, NASDAQ OMX Iceland. Samningi við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt hefur verið sagt upp og tekur uppsögnin gildi 10.desember 2019. Samningur TM um viðskiptavakt við Kviku banka hf. helst óbreyttur.

Með samningnum skuldbindur Arion banki sig að leggja fram kaup- og sölutilboð að lágmarki 500.000 bréf af nafnvirði á gengi sem Arion banki ákveður í hvert skipti, þó ekki með meira en 3% fráviki frá síðasta viðskiptaverði. Verði tilboðum Arion tekið skal Arion setja fram annað tilboð innan 10 mínútna frá síðustu viðskiptum. Hámarksmunur kaup- og sölutilboða er 1,5%. Ef verðbreyting á hlutabréfum TM innan dags er umfram 10% er Arion heimilt að auka hámarksverðbil kaup- og sölutilboða tímabundið það sem eftir er dagsins í 4%. Eigi Arion banki viðskipti með bréf TM fyrir 80 m.kr. að markaðsvirði eða meira í sjálfvirkri pörun (e. „automatch“) innan dags, sem fer um veltubók Arion banka (markaðsvakt bankans), falla niður skyldur um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags.

Samningurinn tekur gildi 10.desember 2019 og er ótímabundinn en uppsegjanlegur af beggja hálfu með 14 daga fyrirvara.