Lánasjóður sveitarfélaga - Niðurstaða úr skuldabréfaútboði


Lánasjóður sveitarfélaga var með skuldabréfaútboð í flokkunum LSS 39 0303 og LSS040440 GB þann 11. október 2023. Uppgjör viðskipta fer fram 16. október 2023.

Alls bárust tilboð í LSS 39 0303 að nafnvirði ISK 3.260.000.000 á bilinu 3,87% - 4,00%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 1.080.000.000 á ávöxtunarkröfunni 3,93%. Útistandandi fyrir voru ISK 18.087.600.000 að meðtöldum eigin bréfum Lánasjóðsins vegna viðskiptavaktar (ISK 500.000.000). Heildarstærð flokksins er nú ISK 19.167.600.000.

Alls bárust tilboð í LSS040440 GB að nafnvirði ISK 3.805.000.000 á bilinu 3,79% - 4,16%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 755.000.000 á ávöxtunarkröfunni 3,85%. Útistandandi fyrir voru ISK 6.610.000.000. Heildarstærð flokksins er nú ISK 7.365.000.000.

Það er stefna Lánasjóðsins þegar flokkar fara yfir 8.000 milljónir króna að stærð að sækja um viðskiptavakt við næstu endurskoðun aðalmiðlarasamninga.


Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, ottar@lanasjodur.is / s. 515 4949