Kvika banki hf.: Útboð á víkjandi skuldabréfum 5. desember


Kvika heldur í dag, þriðjudaginn 5. desember, útboð á nýjum flokki víkjandi skuldabréfa KVIKA 34 1211 T2i sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. tier 2). Víkjandi skuldabréfin verða gefin út undir EMTN grunnlýsingu bankans og skráð í kauphöll Nasdaq Iceland.

Víkjandi skuldabréfin eru verðtryggð og bera 6,25% árlega fasta vexti. Lokagjalddagi flokksins er 11. desember 2034 og er hann innkallanlegur af hálfu útgefanda frá og með vaxtagjalddaga þann 11. desember 2029 og á vaxtagjalddögum þar á eftir.

Útboðið er á föstu verði og verða víkjandi skuldabréfin seld á pari. Í boði nú eru 2.000 m.kr. en heildarútgáfa í flokknum verður takmörkuð við 4.000 m.kr.

Markaðsviðskipti Kviku hafa umsjón með útboðinu og er tekið á móti tilboðum á netfangið markadsvidskipti@kvika.is til klukkan 16:00 þriðjudaginn 5. desember.