Kvika banki hf.: Breyting í framkvæmdastjórn


Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku banka hf. („Kvika“ eða „bankinn“), hefur sagt starfi sínu lausu og látið af störfum. Sigurður Viðarsson, aðstoðarforstjóri, mun gegna stöðu framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs þar til ráðið verður í starfið. 

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku: 

„Ólöf kom fyrst til okkar í Kviku árið 2017 og hefur reynst öflugur stjórnandi og góður félagi. Hún var fyrst forstöðumaður stefnumótunar og rekstrarstjórnunar og síðar forstöðumaður fjártækni þar sem hún hóf þá vegferð sem bankinn hefur verið á í að þróa framúrskarandi fjártæknilausnir fyrir viðskiptavini okkar.  
Hún var um skeið framkvæmdastjóri Lykils fjármögnunar hf. og frá sameiningu Lykils við Kviku hefur hún leitt rekstrar og þróunarsvið og síðast viðskiptabankasvið með miklum árangri.  
Við viljum þakka Ólöfu fyrir afar farsælt samstarf í gegnum árin og vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.“ 


Frekari upplýsingar veitir: 
Magnús Þór Gylfason, forstöðumaður samskipta og hagaðilatengsla, magnus.gylfason@kvika.is