STADA og Alvotech hefja sölu á Uzpruvo, fyrstu líftæknilyfjahliðstæðunni við Stelara í Evrópu

Iceland, Germany, India, U.S.


Fréttatilkynning
22. júlí 2024
STADA og Alvotech hefja sölu á Uzpruvo, fyrstu líftæknilyfjahliðstæðunni við Stelara í Evrópu

  • Líftæknilyfjahliðstæðan kemur á markað um leið og einkaleyfi fyrir frumlyfið eru að falla úr gildi í Evrópu
  • Félögin eru fyrst til að keppa um markað sem velti 2,4 milljörðum evra á síðasta ári, auka þar með aðgengi og lækka verð til sjúklinga
  • Þetta er önnur líftæknilyfjahliðstæðan sem STADA og Alvotech setja á markað, á eftir Hukyndra, hliðstæðu við Humira í háum styrk

Alvotech (NASDAQ: ALVO) og STADA tilkynntu í dag að samstarfsfélögin hafi sett á markað Uzpruvo, fyrstu líftæknilyfjahliðstæðuna við Stelara (ustekinumab) sem hlaut markaðsleyfi í Evrópu. Sala er hafin í helstu Evrópulöndum, þar sem verð og greiðsluþáttaka heilbrigðistrygginga hefur verið samþykkt. Salan hefst um leið og mögulegt er eftir að einkaleyfi fyrir frumlyfið féllu úr gildi. Stelara er mikilvægt lyf til meðferðar við þrálátum meltingar-, húð- og gigtarsjúkdómum. Sala Uzpruvo í fleiri löndum Evrópu hefst á næstu mánuðum, um leið og opinberir aðilar hafa samþykkt verðlagningu lyfsins.

„Með því að hefja markaðssetningu um leið og auðið er, aukum við aðgengi og eflum samkeppni,“ sagði Peter Goldschmidt, forstjóri STADA. „Við erum ánægð að fleiri sjúklingar eigi þess nú kost að nýta sér þetta mikilvæga meðferðarúrræði.“

„Við fögnum því að Uzpruvo sé komið í sölu um alla Evrópu og að vera fyrst á markað,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. „Þetta staðfestir getu Alvotech í þróun og framleiðslu og möguleika samstarfsins við STADA, sem leggur áherslu á útbreiðslu líftæknilyfjahliðstæða.“

Uzpruvo var fyrsta líftæknilyfjahliðstæðan við Stelara sem hlaut markaðsleyfi frá framkvæmdastjórin Evrópusambandsins, í janúar sl. Lyfið er leyft til meðferðar við sóra (psoriasis), sóraliðagigt, sóra barna (pediatric plaque psoriasis) og Chrons sjúkdómnum. Notkun til meðferðar við sáraristilbólgu hefur ekki verið leyfð þar sem einkaréttur frumlyfjaframleiðandans fyrir þeirri ábendingu er enn í gildi.

Uzpruvo er í boði í áfylltri sprautu með mjórri nál en notuð er fyrir frumlyfið, og inniheldur ekki latex til að draga úr hættu á ofnæmisviðbrögðum. Lyfið er framleitt á Íslandi.

Þetta er önnur líftæknilyfjahliðstæðan sem Alvotech og STADA setja á markað. Félögin hófu árið 2022 sölu í Evrópu á Hukyndra, líftæknilyfjahliðstæðu við Humira í háum styrk. Þá var nýlega kynnt samstarf félaganna um þróun, framleiðslu og sölu á AVT03, fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu við Prolia og Xgeva, sem bæði innihalda denosumab. STADA selur nú alls sjö líftæknilyfjahliðstæður í Evrópu, að Uzpruvo meðtalinni.

Um STADA Arzneimittel AG
Höfuðstöðvar STADA Arzneimittel AG eru í Bad Vilbel í Þýskalandi. Fyrirtækið starfar á þremur meginmörkuðum, samheitalyfja, sérlyfja og almennra lækningavara. STADA Arzneimittel AG markaðsetur vörur í um 115 löndum um allan heim. Á fjárhagsárinu 2023 voru sölutekjur samsteypunnar um 3.735 milljónir evra og EBITDA framlegð 802 milljónir evra. Í lok síðasta árs störfuðu 11.667 manns hjá STADA um allan heim.

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu, Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum. Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), Dr. Reddy‘s (EES, Bretland og Bandaríkin), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Dr. Reddy’s (Bandaríkin, EES, Bretland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið
Benedikt Stefánsson, forstöðumaður
alvotech.ir@alvotech.com

Fréttatilkynning
22. júlí 2024
STADA og Alvotech hefja sölu á Uzpruvo, fyrstu líftæknilyfjahliðstæðunni við Stelara í Evrópu

  • Líftæknilyfjahliðstæðan kemur á markað um leið og einkaleyfi fyrir frumlyfið eru að falla úr gildi í Evrópu
  • Félögin eru fyrst til að keppa um markað sem velti 2,4 milljörðum evra á síðasta ári, auka þar með aðgengi og lækka verð til sjúklinga
  • Þetta er önnur líftæknilyfjahliðstæðan sem STADA og Alvotech setja á markað, á eftir Hukyndra, hliðstæðu við Humira í háum styrk

Alvotech (NASDAQ: ALVO) og STADA tilkynntu í dag að samstarfsfélögin hafi sett á markað Uzpruvo, fyrstu líftæknilyfjahliðstæðuna við Stelara (ustekinumab) sem hlaut markaðsleyfi í Evrópu. Sala er hafin í helstu Evrópulöndum, þar sem verð og greiðsluþáttaka heilbrigðistrygginga hefur verið samþykkt. Salan hefst um leið og mögulegt er eftir að einkaleyfi fyrir frumlyfið féllu úr gildi. Stelara er mikilvægt lyf til meðferðar við þrálátum meltingar-, húð- og gigtarsjúkdómum. Sala Uzpruvo í fleiri löndum Evrópu hefst á næstu mánuðum, um leið og opinberir aðilar hafa samþykkt verðlagningu lyfsins.

„Með því að hefja markaðssetningu um leið og auðið er, aukum við aðgengi og eflum samkeppni,“ sagði Peter Goldschmidt, forstjóri STADA. „Við erum ánægð að fleiri sjúklingar eigi þess nú kost að nýta sér þetta mikilvæga meðferðarúrræði.“

„Við fögnum því að Uzpruvo sé komið í sölu um alla Evrópu og að vera fyrst á markað,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. „Þetta staðfestir getu Alvotech í þróun og framleiðslu og möguleika samstarfsins við STADA, sem leggur áherslu á útbreiðslu líftæknilyfjahliðstæða.“

Uzpruvo var fyrsta líftæknilyfjahliðstæðan við Stelara sem hlaut markaðsleyfi frá framkvæmdastjórin Evrópusambandsins, í janúar sl. Lyfið er leyft til meðferðar við sóra (psoriasis), sóraliðagigt, sóraliðagigt barna og Chrons sjúkdómnum. Notkun til meðferðar við sáraristilbólgu hefur ekki verið leyfð þar sem einkaréttur frumlyfjaframleiðandans fyrir þeirri ábendingu er enn í gildi.

Uzpruvo er í boði í áfylltri sprautu með mjórri nál en notuð er fyrir frumlyfið, og inniheldur ekki latex til að draga úr hættu á ofnæmisviðbrögðum. Lyfið er framleitt á Íslandi.

Þetta er önnur líftæknilyfjahliðstæðan sem Alvotech og STADA setja á markað. Félögin hófu árið 2022 sölu í Evrópu á Hukyndra, líftæknilyfjahliðstæðu við Humira í háum styrk. Þá var nýlega kynnt samstarf félaganna um þróun, framleiðslu og sölu á AVT03, fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu við Prolia og Xgeva, sem bæði innihalda denosumab. STADA selur nú alls sjö líftæknilyfjahliðstæður í Evrópu, að Uzpruvo meðtalinni.

Um STADA Arzneimittel AG
Höfuðstöðvar STADA Arzneimittel AG eru í Bad Vilbel í Þýskalandi. Fyrirtækið starfar á þremur meginmörkuðum, samheitalyfja, sérlyfja og almennra lækningavara. STADA Arzneimittel AG markaðsetur vörur í um 115 löndum um allan heim. Á fjárhagsárinu 2023 voru sölutekjur samsteypunnar um 3.735 milljónir evra og EBITDA framlegð 802 milljónir evra. Í lok síðasta árs störfuðu 11.667 manns hjá STADA um allan heim.

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu, Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum. Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), Dr. Reddy‘s (EES, Bretland og Bandaríkin), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Dr. Reddy’s (Bandaríkin, EES, Bretland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið
Benedikt Stefánsson, forstöðumaður
alvotech.ir@alvotech.com