Ársreikningur 2006 Félagið er eignarhaldsfélag og er tilgangur þess almenn fjárfestingarstarfsemi og skyldur rekstur. Tilgangi félagsins var breytt þann 29. júní 2006, en áður hafði hann verið takmarkaður við eignarhald á hlutafé í Landsbanka Íslands hf. Eftir að tilgangi félagsins var breytt tók það þátt í hlutafjáraukningu Samson Properties ehf. og nam kaupverð hlutafjárins samtals 5.882 m.kr. Samson Properties ehf. er eftir aukninguna í meirihlutaeigu félagsins. Samson Properties ehf. er fasteignafélag sem sérhæfir sig í rekstri, þróun og fjárfestingum í fasteignum og fasteignatengdum verkefnum í Evrópu. Einnig keypti félagið fjárfestingafélagið Ópera fjárfestingar ehf. á síðari hluta árs fyrir 1.496 m.kr., en það félag er eigandi að um 13% eignarhluta í Fjárfestingafélaginu Gretti hf. Þar sem félagið er eigandi tveggja dótturfélaga í árslok er birtur samstæðureikningur félagsins og dótturfélaga þess auk ársreiknings móðurfélagsins. Félagið keypti á árinu hlutafé í Landsbanka Íslands hf. að nafnverði 132 m.kr. fyrir 2.986 m.kr. Eignarhlutinn var 4.559 m.kr. að nafnverði í árslok og nam hann 41,37% af heildarhlutafé bankans. Markaðsverð eignarhlutans, sem bókfærður er á 64.748 m.kr., nam 120.815 m.kr. í árslok. Gengi hlutafjár í Landsbanka Íslands hf. hækkaði um 4,7% á árinu 2006. Hagnaður félagsins á árinu 2006 nam 13.221 m.kr. samanborið við 8.262 m.kr. á árinu 2005. Beitt er hlutdeildaraðferð við að gera grein fyrir eignarhluta félagsins í Landsbanka Íslands hf. Bókfært eigið fé í árslok nam 27.087 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi og hækkaði það um 89,5% frá árslokum 2005. Ef eignarhlutur félagsins í Landsbanka Íslands hf. væri færður til eignar á markaðsverði væri eigið fé félagsins 73.063 m.kr. að teknu tilliti til tekjuskattsáhrifa og eiginfjárhlutfall þá 49,0%. Arðsemi eigin fjár á árinu var 98,9% þegar miðað er við hagnað samkvæmt rekstrarreikningi. Helstu stærðir úr rekstri og efnahag félagsins eru eftirfarandi (fjárhæðir eru í milljónum króna): 2006 2005 2004 2003 samstæða Rekstrarreikningur: Hreinar rekstrartekjur 15.779 10.080 6.217 2.912 Rekstrargjöld ( 358) ( 163) ( 40) ( 42) Hagnaður fyrir tekjuskatt 15.421 9.917 6.177 2.870 Tekjuskattur (2.577) ( 1.654) ( 1.052) ( 460) Hlutdeild minnihlutaeigenda 377 Hagnaður ársins 13.221 8.262 5.125 2.410 Sjóðstreymi: Handbært fé (til) frá rekstri 4.703 ( 1.115) 463 856 Fjárfestingarhreyfingar ( 14.487) ( 6.554) ( 3.288) 24 Fjármögnunarhreyfingar 14.655 8.602 3.623 ( 808) Handbært fé í árslok 6.674 1.803 870 73 31.12.2006 31.12.2005 31.12.2004 31.12.2003 Efnahagsreikningur: samstæða Heildareignir 92.913 51.907 22.890 13.385 Skuldir og skuldbindingar 65.825 37.615 11.554 7.174 Eigið fé 27.088 14.292 11.336 6.211 Kennitölur: Eiginfjárhlutfall samkvæmt ársreikningi 29,2% 27,5% 49,5% 46,4% Arðsemi eigin fjár samkvæmt ársreikningi 98,9% 156,2% 82,5% 63,4% Eiginfjárhlutfall - eignarhluti í LÍ á markaðsverði 49,0% 58,0% 65,8% 57,4% Breyting á markaðsverði Landsbanka Íslands hf. 4,7% 109,1% 108,6% 58,9% Gengi hlutafjár í Landsbanka Íslands hf. 26,5 25,3 12,1 5,8
Samson eignarhaldsfélag - Ársuppgjör 2006
| Source: Samson eignarhaldsfélag ehf.