Norðurþing áður Húsavíkurbær Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2006 var lagður fram til kynningar í byggðarráði 10. maí s.l. Ársreikningurinn var tekinn til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 15. maí og er gert ráð fyrir að seinni umræða fari fram þann 19. júní n.k. Rekstur sveitarfélagsins Norðurþings er nýr. Fjögur sveitarfélög þ.e., Húsavíkurbær, Kelduneshreppur, Öxarfjarðarhreppur og Raufarhafnarhreppur sameinuðust 11. júní 2006 eftir almenna kosningu þar um. Sameining þessara sveitarfélaga gengur vel, enn er unnið við útfærslur, verkefnaskiptingu, aðlögun upplýsingakerfa og stefnumótun. Afkoma Norðurþings er í megindráttum betri en áætlanir gerður ráð fyrir. Ársreikningur þessi fyrir hið nýja sveitarfélag innfelur rekstur Húsavíkurbæjar allt árið 2006 og rekstur hinna sveitarfélaganna 3ja frá 11. júní 2006 til áramóta. Rekstrartekjur Norðurþings, samstæðunnar, námu 1.922. mkr. og rekstrargjöld 1.846 mkr. Fjármagnsliður var neikvæður um 379 mkr. Rekstrarniðurstaða ársins varð neikvæð um 187 mkr. Í áætlun var hinsvegar gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 89 mkr. Peningalegar eignir Norðurþings í árslok námu 1.022 mkr. og skuldir samtals 4.440 mkr. að meðtöldum lífeyrisskuldbindingum. Skuldir umfram peningalegar eignir námu því 3. 418 mkr. samanborið við 2. 927 mkr. í árslok 2005. Eiginfjárhlutfall í árslok er 22,9% og bókfært eigið fé 1.307 mkr. Velturfé frá rekstri nam 272 mkr. Samanborið við 141 mkr. skv. áætlun. Fjárfestingahreyfingar námu 138 mkr. Ný lán voru tekin fyrir 208 mkr. en afborganir námu 507 mkr. Heildarlaunagreiðslur og launatengd gjöld Norðurþings námu 901 mkr. að meðtöldum breytingum á lífeyrisskuldbindingum og var starfsmannafjöldi í árslok 187 í 148 stöðugildum. Norðurþing tók um síðustu áramót við rekstri Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga um leið var nafni þjónustunnar breytt í Fjölskylduþjónusta Þingeyinga. Ársreikningurinn í heild sinni verður birtur á heimasíðu Norðurþings Nánari upplýsingar veitir Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri og Guðbjartur Ellert Jónsson, frkv.stj. Fjármála- og stjórnsýslusviðs í síma 464 6100