- Skrifað undir samrunaáætlun BYRS og Sparisjóðs Kópavogs


Stjórnir BYRS sparisjóðs og Sparisjóðs Kópavogs hafa skrifað undir áætlun um
samruna sjóðanna og miðast samruninn við 1. janúar 2007.  Gert er ráð fyrir að
hlutur stofnfjáreigenda í BYR verði 87% í sameinuðum sjóði og hlutur
stofnfjáreigenda í Sparisjóði Kópavogs verður 13%.  Til að framangreint
hlutfall náist verður stofnfé í BYR aukið um kr. 2.758.264 þús. áður en til
samrunans kemur. 

Með samrunanum verður til stærri og öflugri eining sem er vel í stakk búin til
að takast á við ný og krefjandi framtíðarverkefni í síharðnandi
samkeppnisumhverfi. Með sameiningunni aukast möguleikar til framþróunar og
vaxtar og hefur sameinaður sparisjóður mun sterkari stöðu til sóknar en hvor
sjóður fyrir sig hafði áður. Heildareignir sameinaðs sjóðs verða um 130
milljarðar króna. 
BYR rekur í dag sex útibú í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði og Sparisjóður
Kópavogs rekur þrjú útibúi í Kópavogi. 

Nánari upplýsingar:
Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður BYRS,  sími 824 0401
Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Kópavogs, sími 896 6070

Pièces jointes

samrunaaetlun.pdf