• Rekstrartekjur námu € 26,2 milljónum og jukust um 12% frá fyrri hluta ársins 2006. • Rekstrarhagnaður, án annarra tekna og gjalda, er €2,8 milljónir en var €2,3 milljónir á fyrri hluta ársins 2006. • Framlegð fyrir afskriftir og fjárliði (Ebidta) er € 4,4 milljónir en var € 2,8 milljónir á fyrri hluta ársins 2006. • Fjármagnsgjöld að frádregnum fjármunatekjum eru €2,8 milljónir til tekna en voru €3,9 milljónir til gjalda á fyrri hluta ársins 2006. • Hagnaður er € 5,3 milljónir en tap fyrri hluta ársins 2006 var € 1,5 milljónir. • Eiginfjárhlutfall samstæðunnar í lok tímabilsins var 48%. Rekstur fyrri helmings ársins 2007 Almennt gekk rekstur samstæðunnar vel á tímabilinu. Rekstrarhagræðing vegna sameiningar á neta- og kaðlaframleiðslu í Litháen er komin fram, sem bætir samkeppnisstöðu samstæðunnar umtalsvert. Þá er vöruframboð samstæðunnar öflugt og áhugaverðar nýjungar í vöruþróun. Rekstur dótturfélagsins HiTech Ropes í Noregi, sem eingöngu sinnir sölu til olíuiðnaðar, gekk vel á tímabilinu, en sala til olíuiðnaðar hefur vaxið undangengin misseri og var á uppgjörstímabilinu yfir 10% af veltu samstæðunnar. Gengishækkun krónunnar á tímabilinu leiddi af sér gengishagnað erlendra lána innlends dótturfélags Hampiðjunnar og hlutdeildarfélagsins HB Granda hf. Fjárliðir eru því óvenju hagstæðir, sem er mikill umsnúningur frá sama tímabili árið 2006 þegar þeir voru óvenju óhagstæðir. Efnahagur Heildareignir voru € 79,4 milljónir í lok tímabilsins. Skuldir námu € 41,6 milljónum og eigið fé nam € 37,8 milljónum, en af þeirri upphæð eru € 6,2 milljónir hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. Eignarhlutur í HB Granda hf. er bókfærður samkvæmt hlutdeildaraðferð á € 12 milljónir, sem er u.þ.b. helmingur af áætluðu markaðsverðmæti hans. Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin með eigin fé, var 48% af heildareignum samstæðunnar.
- 6 mánaða uppgjör 2007
| Source: First North Iceland