2007


Árshlutareikningur félagsins er nú í fyrsta sinn gerður í samræmi við alþjóða
reikningsskilastaðla IFRS. Verslunarmiðstöðin er nú flokkuð sem
fjárfestingareign og er hún metin á gangverði í samræmi við IAS 40. Eignin er
metin með því að núvirða frjálst sjóðsflæði til framtíðar. Matið var gert í
fyrsta sinn 1. janúar 2006 en skv. niðurstöðum þess, hækkar fjárfestingaeign um
4.335 mkr. og skattáhrifin eru 780mkr. Breyting á eigin fé við upptöku IFRS
01.01.2006 er því hækkun um 3.555 mkr. 

Hagnaður  Smáralindar ehf. fyrstu 6 mánuði ársins nam 735 mkr.  Hagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 380 mkr. sem er um 5% aukning frá sama
tímabili síðasta árs. Veltufé frá rekstri nam  231 mkr. og handbært fé frá
rekstri nam 216 mkr. 

Heildareignir félagsins námu 14.766 mkr. þann 30.06.2007 en þær námu 15.247
mkr. skv. árshlutauppgjöri 2006. Eigið fé félagsins í lok tímabilsins var 6.282
mkr. og eiginfjárhlutfall félagsins 55 % að teknu tilliti til víkjandi láns frá
móðurfélaginu. 

Nánari upplýsingar veitir:
Helgi M.Magnússon,
framkvæmdastjóri Smáralindar ehf.
sími 528-8000

Pièces jointes

smaralind arshlutareikningur 30 6 2007 final.pdf smaralind - frettatilkynning milliuppgjor 30.06. 2007.pdf