OMX Nordic Exhcange Iceland hf. hefur samþykkt framkomna beiðni um afskráningu hlutabréfa Mosaic Fashions hf. af Aðallista Kauphallarinnar. Félagið uppfyllir ekki skilyrði skráningar um dreifingu hlutafjár, sjá tilkynningu dags. 14. september 2007. Félagið verður afskráð eftir lokun viðskipta mánudaginn 22. október 2007 með vísan til ákvæðis 7.1 í Skráningarskilyrðum Nordic Exchange.