Landsbanki Íslands hf. vísar til tilkynningar sinnar til OMX kauphallar á Íslandi frá 8. nóvember sl. Bankinn vill í þessu sambandi vekja athygli markaðsaðila á eftirfarandi tilkynningu frá Cenkos Securities plc. varðandi hugsanlegt yfirtökutilboð í breska fjármálafyrirtækið Close Brothers Group plc. sem birt var nú í morgun. Frekari upplýsingar veita: Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri, s. 410 4009 / 898- 0177. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, s. 410 4015 / 820-6399.