Leiðrétting - Landsbankinn - Vel í stakk búinn til að ná markmiðum um alþjóðlegan vöxt 2008 - Birt 2008-01-14 10:39:43


Leiðrétt - Íslenskri þýðingu bætt við. Sjá viðhengi. 

Landsbankinn hefur áður lýst því yfir, að eitt af höfuð markmiðum hans sé að
renna fleiri stoðum undir alþjóðlega starfsemi bankans. Það er þannig
keppikefli bankans að auka landfræðilega dreifingu lánasafns hans, fjármögnunar
og tekjumyndunar, en þeim markmiðum hyggst bankinn ná ekki síst með kaupum á
fyrirtækjum sem til þess eru fallin. 

Landsbankinn og Cenkos Securities tilkynntu í dag að fyrirtækin hefðu hafið
viðræður við stjórnendur Close Brothers Group plc. um hugsanlega gerð
yfirtökutilboðs í síðargreinda félagið, sem stjórnendum félagsins væri unnt að
mæla með við hluthafa þess. Gangi viðskiptin eftir hyggst Landsbankinn fest
kaup á bankastarfsemi félagsins. 

Af þessu tilefni vill Landsbankinn vekja athygli á meðfylgjandi viðhengi.


Nánari upplýsingar gefur Tinna Molphy, fjárfestatengill Landsbankans,
ir@landsbanki.is og s. +354 410 7200 / gsm. +354 861 1440.

Pièces jointes

landsbankinn - vel i stakk buinn til a na markmium um aljolegan voxt.pdf landsbanki_-_well_positioned_to_pursue_strategic_objectives_-_14_jan_2008.pdf