Kynningarfundur vegna ársuppgjörs 365 hf. - 7. febrúar kl. 12:00 í Skaftahlíð


Ársreikningur 365 hf. verður birtur þann 7. febrúar nk. Kynningarfundur vegna
ársuppgjörsins verður haldinn fyrir hluthafa og markaðsaðila fimmtudaginn 7.
febrúar kl. 12:00. Fundurinn fer fram í Skaftahlíð 24 en nánari upplýsingar eru
veittar í móttöku norðurhússins. Á fundinum munu Ari Edwald forstjóri og Viðar
Þorkelsson fjármálastjóri kynna afkomu félagsins og starfsemi þess. Á fundinum
verður boðið upp á léttan hádegisverð.