- Icelandic Group selur birgðir og vörumerki Ocean to Ocean í Kanada


Ocean to Ocean, dótturfélag Icelandic USA, hefur gengið frá samningum um sölu á
vöruheitum Ocean to Ocean í Canada, viðskiptasamböndum, umbúðum, vörumerkjum
Ocean to Ocean Canada og birgðum.  Kaupendur eru stjórnendur Ocean to Ocean. 

Meðal stjórnendanna eru Joe Wineck forstjóri og Lillian Chow aðstoðarforstjóri
og eiga þau meirihluta í félaginu sem kaupir eignirnar. 

Ástand á rækjumörkuðum hefur versnað til muna á síðastliðnum árum.  Ocean to
Ocean seldi birgðir sínar og vörumerki í Bandaríkjunum í árslok 2007.  Sala á
Kanada hlutanum gerir Icelandic USA kleift að einbeita sér að sínu sviði sem er
fullunnar sjávarafurðir og hefðbundnar bolfiskafurðir. 

Salan hefur óveruleg áhrif á rekstur og efnahag Icelandic Group en Ocean to
Ocean hefur verið rekið með tapi síðastliðin ár.  Til framtíðar mun salan hafa
jákvæð áhrif á rekstur Icelandic USA.  Tilgangur sölunnar er að skerpa áherslur
í rekstri Icelandic Group og lækkun skulda. 

Nánari upplýsingar veitir:
Finnbogi A. Baldvinsson forstjóri Icelandic Group S: +49 1723 198 727


Um Icelandic Group
Icelandic Group (OMX Nordic Exchange: IG) er alþjóðlegt net fyrirtækja sem
starfa hvert á sínum markaði við framleiðslu og sölu sjávarafurða.  Á mörgum
mörkuðum er félagið þekkt fyrir vörumerki sitt ICELANDIC, sérstaklega innan
veitingahúsa og mötuneyta.  Félagið er einnig stór birgi smásöluverslana með
framleiðslu undir eigin vörumerkjum eða undir vörumerkjum smásölukeðjanna. 
Starfsmenn Icelandic Group eru um 4.600.  Hjá þeim stóra hópi liggur
yfirgripsmikil þekking sem spannar allt frá veiðum og frumvinnslu sjávarfangs
til vöruþróunar og framleiðslu tilbúinna rétta og þekking á markaði.