Reykjavík, 28. apríl 2008, Bakkavör Group hefur keypt 45% hlut í La Rose Noire, einum helsta köku- og brauðframleiðanda í Hong Kong. Félagið hefur kauprétt á 45% hlut til viðbótar árið 2010 auk 90% hlutar í starfsemi fyrirtækisins í Kína árið 2011. Kaupverðið er trúnaðarmál en kaupin voru fjármögnuð með láni frá Mizuho Corporate Bank Limited. La Rose Noire sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða kökum og brauðum fyrir stórmarkaði og fyrirtæki í veitingaþjónustu í Hong Kong og Kína, auk útflutnings ákveðinna vörutegunda til Nýja Sjálands, Taílands, Indlands, Bandaríkjanna og Dubai. Fyrirtækið var upphaflega stofnað í Hong Kong sem smásölubakarí árið 1991 en hóf verksmiðjurekstur árið 1994. Árið 2004 jók fyrirtækið umfang sitt með opnun verksmiðju í Suður-Kína. Fyrirtækið er í dag með um 250 starfsmenn í Hong Kong og 220 í Kína. Velta fyrirtækisins í Hong Kong á síðasta ári nam 920 milljónum króna (12 milljónum Bandaríkjadala) og tæplega 307 milljónum króna (4 milljónum Bandaríkjadala) í Kína. La Rose Noire verður fært í reikninga félagsins sem hlutdeildarfélag frá kaupdegi en kaupin munu hafa óveruleg áhrif á afkomu félagsins. Ágúst Guðmundsson, forstjóri, sagði: „Það er ánægjulegt að tilkynna um aðra fjárfestingu Bakkavarar í Hong Kong á árinu. La Rose Noire er vel rekið fyrirtæki með reynslumikla stjórnendur og með kaupunum styrkjum við rekstur Bakkavarar í Asíu enn frekar ásamt því að auka vöruúrval okkar þar. Þá skapast einnig tækifæri til útvíkkunnar á starfsemi félagsins til annarra Asíu-landa í náinni framtíð.“ Frekari upplýsingar veita: Ágúst Gudmundsson, forstjóri Sími: 550 9700 Ásdís Pétursdóttir, fjárfestatengsl Sími: 858 9715 Um Bakkavör Group Bakkavör Group er leiðandi alþjóðlegt matvælafyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu ferskra tilbúinna matvæla. Bakkavör Group rekur nú 63 verksmiðjur og er með yfir 20 þúsund starfsmenn í 10 löndum. Höfuðstöðvar félagsins eru í Reykjavík og er félagið skráð á OMX Nordic Exchange á Íslandi. (Auðkenni BAKK). Bakkavör Group var stofnað árið 1986 og hefur starfsemi félagsins vaxið verulega á síðastliðnum 20 árum. Í dag er félagið leiðandi í framleiðslu á ferskum tilbúnum matvælum á alþjóðavísu. Félagið hefur leiðandi markaðstöðu í Bretlandi í lykilvöruflokkum sínum og framleiðir yfir 6.000 vörutegundir í 18 vöruflokkum. Vörur félagsins eru seldar undir vörumerkjum stórmarkaðanna. Meginhluti starfseminnar fer fram í Bretlandi en auk þess er félagið með starfsemi í Frakklandi, Belgíu, Spáni, Tékklandi, Suður-Afríku, Kína, Bandaríkjunum, á Ítalíu og á Íslandi. Skráning á póstlista Bakkavör Group: investor.relations@bakkavor.com
Bakkavör Group kaupir 45% hlut í leiðandi köku- og brauðframleiðanda í Hong Kong
| Source: Bakkavör Group hf.