Leiðrétting á tillögu við 6. lið dagskrár


AÐALFUNDUR  VINNSLUSTÖÐVARINNAR HF.
• Haldinn í Akógeshúsinu 2. maí 2008 kl. 16:00 •

Tillögur:

TILLAGA VIÐ 6. LIÐ DAGSKRÁR

Skv. 3. tl. 12. gr. samþykkta félagsins:
,,Tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap á liðnu reikningsári.”

Tillaga stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf.:
,,Aðalfundurinn samþykkir að greiða út 30% arð til hluthafa.  Fjárhæð
arðgreiðslunnar nemur 451.261.457 kr, eða 0,30 á hlut., og er þá miðað við að
arðsréttindadagur sé 5. maí 2008.  Arðsleysisdagur er því 30. apríl 2008. 
Arðsgreiðslurnar komi til útborgunar 12. júní 2008” 

TILLAGA VIÐ 7. LIÐ DAGSKRÁR

Skv. 4. tl. 12. gr. samþykkta félagsins:
,,Kosning stjórnar skv. 19 gr.”

TILLAGA VIÐ 8. LIÐ DAGSKRÁR

Skv. 5. tl. 12. gr. samþykkta félagsins:
,,Kosning endurskoðenda félagsins.”

Tillaga stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf.:
,,Aðalfundurinn samþykkir að löggiltir endurskoðendur Vinnslustöðvarinnar hf.
verði Deloitte hf.” 

TILLAGA VIÐ 9. LIÐ DAGSKRÁR

Skv. 6. tl. 12. gr. samþykkta félagsins:
,,Samþykkt starfskjarastefna.”

Tillaga stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf.:
,,Tillaga um starfskjarastefnu félagsins.”

1. Tilgangur.
Starfskjarastefna Vinnslustöðvarinnar hf. miðar að því að gera starf hjá
Vinnslustöðinni hf. eftirsóknarvert. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt
að stjórn félagsins sé kleift að bjóða laun og aðrar greiðslur sem tíðkast hjá
sambærilegum fyrirtækjum. 
2. Starfskjör stjórnarmanna.
Þóknun til stjórnarmanna og varamanna skal ákveðin á aðalfundi ár hvert og skal
þóknunin taka mið af þeim tíma sem stjórnarmenn verja til starfans, þeirri
ábyrgð sem á þeim hvílir og afkomu félagsins. 
3. Starfskjör framkvæmdastjóra.
Starfskjör framkvæmdastjóra skulu ítarlega tilgreind í skriflegum
ráðningarsamningi, þar á meðal föst laun, árangurstengdar greiðslur,
kaupréttur, lífeyrisréttindi, orlof, önnur hlunnindi og uppsagnarfrestur, svo
og, eftir atvikum, eftirlaunaréttindi og greiðslur við starfslok. 
4. Starfskjör stjórnenda.
Starfskjör annarra æðstu stjórnenda félagsins, sem nánar skulu tilgreind í
skriflegum ráðningarsamningum, skulu einnig taka mið af sjónarmiðum 3. gr.
eftir því sem við á. 
5. Endurskoðun starfskjarastefnu. Upplýsingagjöf.
Starfskjarastefna félagsins skal tekin til endurskoðunar ár hvert og borin
undir aðalfund félagsins til samþykktar eða synjunar. 
Á næsta aðalfundi ber stjórn að gera grein fyrir kjörum stjórnenda og
stjórnarmanna félagsins auk þess að skýra frá framkvæmd starfskjarastefnunnar.
Frávik frá starfskjarastefnunni skulu rökstudd sérstaklega í hverju tilviki og
færð til bókar. 
Gera skal árlega grein fyrir launum og öðrum starfskjörum stjórnar og æðstu
stjórnenda í ársskýrslu félagsins. 


TILLAGA VIÐ 10. LIÐ DAGSKRÁR

Skv. 7. tl. 12. gr. samþykkta félagsins:
,,Tekin ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda.”

Tillaga stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf. um þóknun til stjórnarmanna:
,, Aðalfundurinn samþykkir að þóknun til stjórnarmanna verði kr. 650.000,- 
stjórnarformaður fái tvöfalda þóknun stjórnarmanna.  Varastjórnarmenn fái
greitt eftir fundarsetu, kr. 65.000,- fyrir hvern fund en þó aldrei hærra en
kr. 650.000,-” 

Tillaga stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf. um þóknun til endurskoðenda:
,, Aðalfundurinn samþykkir að þóknun til endurskoðenda félagsins verði skv.
reikningi” 


TILLAGA VIÐ 11. LIÐ DAGSKRÁR

Skv. 8. tl. 12. gr. samþykkta félagsins:

Tillaga stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf.:
,,Aðalfundurinn samþykkir með vísan til 55. greinar hlutafélagalaga nr. 2/1995,
að heimila stjórn félagsins á næstu átján mánuðum að kaupa hlutabréf í
Vinnslustöðinni hf., allt að 155 mkr. að nafnverði.  Má kaupverð bréfanna eigi
vera hærra en 10% yfir síðasta þekktu söluverði áður en kaup eru gerð. Ekki eru
sett lágmörk á heimild þessa, hvorki hvað varðar kaupverð né stærð hlutar sem
keyptur er hverju sinni.”