Kaupþing banki hættir viðskiptavakt með hlutabréf FL Group hf.


Kaupþing sem verið hefur viðskiptavaki með hlutabréf FL Group hf. hefur sagt
upp samningi um viðskiptavakt vegna mögulegrar afskráningar FL Group hf. frá og
með deginum í dag. Samningur FL Group hf við Saga Capital Fjárfestingarbanka,
Glitni banka og Landsbanka Íslands um að annast viðskiptavakt með hlutabréf í
FL Group fyrir eigin reikning félaganna er enn í gildi.