Fitch staðfestir lánshæfismatseinkunn Landsbankans sem A / F1 / B/C



Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hefur staðfest lánshæfismatseinkunn
langtímaskuldbindinga Landsbankans sem A, einkunnir vegna innlendra
og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans sem F1 og einkunn fyrir
fjárhagslegan styrk sem B/C. Horfur vegna langtímaskuldbindinga eru
neikvæðar.
 
Langtímaskuldbindingar dótturfélags bankans í Bretlandi, Landsbanki
Heritable Bank, voru einnig staðfestar sem 'A', einkunnir vegna
innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans sem F1 og
einkunn fyrir fjárhagslegan styrk sem C. Horfur vegna
langtímaskuldbindinga eru neikvæðar.
 
Nánari rökstuðning Fitch má finna í fréttatilkynningu hér
meðfylgjandi.
 
Frekari upplýsingar veita:
Bankastjórar Landsbankans, Sigurjón Þ. Árnason s. 898 0177 og Halldór
J. Kristjánsson í s. 820 6399,  og Brynjólfur Helgason,
framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs í s. 820-6340.

Pièces jointes

Fitch Press Release 9 May 2008