Saga Capital og Glitnir banki hf. sem verið hafa viðskiptavakar með hlutabréf FL Group hf. hafa sagt upp samningi um viðskiptavakt frá og með deginum í dag vegna mögulegrar afskráningar FL Group hf. Engir samningar eru nú í gildi um viðskiptavakt með hlutabréf FL Group.