Kaupþing selur rétt sinn að nýjum hlutum í Exista



Kaupþing banki hf. ("Kaupþing") hefur selt Bakkabraedur Holding B.V.
rétt sinn að nær öllum nýjum hlutum í Exista hf. ("Exista") sem
bankinn átti að fá greidda fyrir hluti sína í Skiptum hf. samkvæmt
skilmálum yfirtökutilboðs Exista er bankinn gekk að 31. mars 2008.
Kaupverð miðast við lokagengi Exista í gær, 29. maí 2008, sem var
10,12 krónur á hlut.

Kaupþing átti rétt á 1.301.769.147 nýjum hlutum, eða sem nemur 9,18%
af heildarhlutafé í Exista að teknu tilliti til fyrirhugaðrar
hlutafjárhækkunar félagsins. Bankinn hefur nú gengið að tilboði
Bakkabraedur Holding B.V. um að kaupa rétt bankans að 1.271.961.953
nýjum hlutum (8,97%) sem leiðir til þess að eignarhlutur Bakkabraedur
Holding B.V. í Exista helst óbreyttur eftir útgáfu nýrra hluta í
Exista í tengslum við yfirtöku á Skiptum hf.

Nánari upplýsingar veitir:
Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs, í síma 444-6112
eða ir@kaupthing.com