• Velta 126,9 ma.kr. (803,0 m. punda) á fyrstu sex mánuðum ársins, 11% aukning, og 67,3 ma.kr. (425,7 m. punda) á öðrum ársfjórðungi, 14% aukning • Vöxtur í undirliggjandi rekstri 0,5% á fyrstu sex mánuðum ársins og 2,5% á öðrum ársfjórðungi • EBITDA 9,2 ma.kr. (58,5 m. punda) á fyrstu sex mánuðum ársins, 23% lækkun, og 5,1 ma.kr. (32,2 m. punda) á öðrum ársfjórðungi, 21% lækkun, að meðtöldum 0,5 ma. kr. (3,1 m. punda) kostnaði vegna hagræðingar í rekstri • EBITDA hlutfall 7,3% fyrstu sex mánuði ársins og 7,6% á öðrum ársfjórðungi (7,7% á fyrstu sex mánuðum ársins og 8,3% á öðrum ársfjórðungi að undanskildum kostnaði við endurskipulagningu) • Rekstrarhagnaður (EBIT) 5,8 ma.kr. (36,4 m. punda) fyrstu sex mánuði ársins, 36% lækkun, og á öðrum ársfjórðungi 3,2 ma.kr. (20,5 m. punda), 35% lækkun • Tap af skiptasamningi félagsins vegna 10.9% hlutar í Greencore Group PLC 7,3 ma.kr. (46,2 milljónir punda) á fyrstu sex mánuðum ársins, þar af 4,8 ma.kr. (30,4 milljónir punda) á öðrum ársfjórðungi, vegna áhrifa virðisbreytingar skiptasamningsins • Handbært fé frá rekstri 2,5 ma.kr. (15,5 m. punda) fyrstu sex mánuði ársins, 75% lækkun, og 3,1 ma.kr. (19,8 m. punda) í ársfjórðungnum, 40,0% lækkun • Arðsemi eigin fjár 7,3% á fyrstu sex mánuðum ársins án áhrifa virðisbreytingar skiptasamnings, samanborið við 20,3% á sama tímabili 2007 • Hagnaður á hlut 0,4 pens á fyrstu sex mánuðum ársins, án áhrifa virðisbreytingar skiptasamnings • Félagið styrkti starfsemi sína á alþjóðavettvangi með kaupum á fimm fyrirtækjum á tímabilinu - í Bandaríkjunum, Kína, Hong Kong og á Ítalíu. Ennfremur lauk félagið kaupum á eftirstandandi 49% hlut í Heli Food Fresh, Tékklandi, á tímabilinu • Kaup á Fram Foods S.A., dótturfélagi Fram Foods hf. í Frakklandi, í júlí 2008 Ágúst Guðmundsson, forstjóri: „Afkoma Bakkavarar fyrstu sex mánuði ársins er í samræmi við væntingar stjórnenda. Sala jókst á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir erfiðar aðstæður á mörkuðum, sem héldu áfram að hafa áhrif á afkomu félagsins, svo sem verðhækkanir á hráefni, aukinn orkukostnaður og gengisstyrking evru gagnvart pundi. Aðrir þættir sem höfðu neikvæð áhrif voru kostnaður vegna hagræðingar í framleiðslu félagsins á tilbúnum réttum, óhagstætt veður yfir sumarmánuðina í Bretlandi auk þess sem dró úr væntingum neytenda. Í apríl greindum við frá því að félagið hefði gert skiptasamning um hluti í Greencore Group. Á tímabilinu lækkaði gengi bréfa Greencore verulega sem hafði umtalsverð áhrif á afkomu Bakkavarar. Þrátt fyrir þetta teljum við samninginn endurspegla trú okkar á markaðinn fyrir fersk tilbúin matvæli. Greencore er með sterka samkeppnisstöðu í lykilvöruflokkum sínum og teljum við félagið vel í stakk búið til að styrkja markaðsstöðu sína frekar í framtíðinni, til ávinnings fyrir hluthafa þegar til lengri tíma er litið. Við gerum ráð fyrir því að viðskiptaumhverfið verði áfram krefjandi á síðari hluta ársins. Við munum áfram vinna að því að auka markaðshlutdeild okkar, draga úr áhrifum verðhækkana á hráefni, auka skilvirkni og hagræða í rekstri. Gert er ráð fyrir að þetta muni skila félaginu ávinningi á næsta ári. Þrátt fyrir núverandi aðstæður hefur stefna Bakkavarar sjaldan verið skýrari og við munum halda áfram að styrkja stöðu félagsins á alþjóðavettvangi. Bakkavör er í sérstöðu á markaðnum fyrir fersk tilbúin matvæli og vegna mikils sveigjanleika í framleiðslu og rekstri erum við vel í stakk búin til að bregðast hratt við breytilegum aðstæðum á markaði. Við sjáum umtalsverð tækifæri til vaxtar í Bretlandi og munum ennfremur halda áfram að styrkja stöðu félagsins í Evrópu, Asíu og í Bandaríkjunum og mæta þar aukinni eftirspurn neytenda eftir ferskum tilbúnum matvælum.“
- Afkoma Bakkavör Group á fyrri helmingi ársins 2008: EBITDA 9,2 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins
| Source: Bakkavör Group hf.