- 6 mánaða uppgjör 2008


Stjórn Landsvaka hf., sem starfar á grundvelli laga nr. 161/2002 og annast
rekstur verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða hefur staðfest 6 mánaða
uppgjör félagsins fyrir árið 2008.  Fyrri hluti árs 2008 var viðburðaríkur í
rekstri Landsvaka hf., bæði með tilliti til ástands á þeim mörkuðum sem sjóðir
félagsins fjárfesta á og einnig varðandi breytingar á sjóðaframboði félagsins. 
Á tímabilinu var stofnaður 1 nýr sjóður, Landsbanki Fixed Income Opportunities
og tekin ákvörðun um slit á 2 sjóðum, Landsbanka Diversified Yield Fund og
Peningabréfum CAD.  Einnig fjölgaði þeim sjóðum sem Landsvaki hf. er
fjárfestingarráðgjafi fyrir um 1 með stofnun Landsbanka Icelandic Money Market
Fund í Luxembourg. 

•  Árshlutareikningur Landsvaka hf. skiptist í tvo hluta, A-hluta og B-hluta. 
   A-hluti nær til rekstrarfélagsins og B-hluti nær til verðbréfasjóða,
   fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða Landsvaka hf.. Þessi framsetning á
   reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga
   verðbréfasjóða sem settar voru af Fjármálaeftirlitinu árið 2002. 

•  Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af PricewaterhouseCoopers hf sem
   telur að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á tímabilinu,
   efnahag í lok tímabils og breytinga á fjárhagslegri skipan, í samræmi við lög
   og settar reikningsskilareglur.

Horfur í rekstri Landsvaka hf. eru almennt góðar og félagið er vel í stakk búið
til að mæta þeim áskorunum sem felast í alþjóðlegu efnahagsumhverfi og á þeim
mörkuðum sem félagið starfar á.  Árangur í ávöxtun fjármuna félagsins er
lykilárangursþáttur og hefur þar tekist vel til.  Framundan eru
skipulagsbreytingar í rekstri Landsvaka hf. þar sem starfsemi félagsins verður
útvíkkuð.  Framvegis mun hún ná yfir fleiri svið en stýringu verðbréfa-,
fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða og mun innihalda þá starfsemi sem nú fer
fram undir eignastýringarsviði Landsbankans. 

Nánari upplýsingar um árshlutareikning Landsvaka hf. veitir Sigurður Óli
Hákonarson framkvæmdarstjóri í síma 410 7171.

Pièces jointes

landsvaki uppgjor 300608.pdf frettatilkynning - 6 man uppgjor 2008.pdf