Tap Stoða nam 11,6 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2008


Stoðir (áður FL Group) töpuðu 10,2 milljörðum króna fyrir skatta á öðrum
ársfjórðungi 2008. Tap eftir skatta nemur 11,6 milljörðum króna. Tapið er að
mestu tilkomið vegna fjármagnskostnaðar og lækkunar á markaðsverðmæti
eignarhlutar félagsins í Glitni banka. Á síðastliðnum mánuðum hafa Stoðir
haldið áfram að endurskipuleggja eignasafn sitt og selt fjölmargar eignir.
Hlutabréf félagsins voru skráð úr kauphöll í júní síðastliðnum, nafni félagsins
var breytt í Stoðir í byrjun júlí og tilkynnt var um kaup félagsins á
kjölfestuhlut í Baugi Group. 

Í lok annars ársfjórðungs var eigið fé Stoða 87 milljarðar króna og
eiginfjárhlutfall í fjárfestingastarfsemi var 29,2%. Eftir kaup á eignarhlut í
Baugi Group verður eiginfjárhlutfall (proforma) í fjárfestingastarfsemi um 35%.
Eignir félagsins við lok annars ársfjórðungs námu 352 milljörðum króna. 

Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða: 
„Afkoma Stoða á öðrum ársfjórðungi ber ótvíræð merki þess umróts sem einkennt
hefur fjármálamarkaði frá miðju ári 2007. Lækkun á gengi hlutabréfa og hár
fjármagnskostnaður skýra tap fjórðungsins. Við höfum haldið endurskipulagningu
félagsins áfram og hefur einn þáttur þess ferlis verið sala eigna sem ekki
féllu undir breytta fjárfestingastefnu Stoða. Afskráning félagsins var
mikilvægt skref og rökrétt að mínu viti, og hið sama má segja um breytingu á
nafni félagsins; Stoðir gefa rétta mynd af núverandi starfsemi félagsins. 

Með kaupum Stoða á Baugi Group eykst eigið fé Stoða um 25 milljarða króna og
Baugur Group bætist í hóp kjarnafjárfestinga félagsins, þar sem fyrir voru
Glitnir, TM og Landic Property. Meginhlutverk Stoða er að efla og styðja þessi
félög og veita þeim kjölfestu til framtíðar.” 


Fréttatilkynning og ársfjórðungsuppgjör í viðhengi.

Pièces jointes

stodir_consolidated_financial_statement_30 06 2008.pdf stoir frettatilkynning 2f uppgjor 290808.pdf