Afkoma Sparisjóðs Bolungarvíkur á fyrri helmingi 2008 Tap 322 milljónir króna Helstu niðurstöður árshlutareiknings Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2008: • Tap eftir skatta nam 322 milljónum króna samanborið við 231 milljón króna hagnað fyrstu sex mánuði ársins 2007. • Fyrir skatta var afkoman neikvæð um 502 milljónum króna samanborið við 277 milljón króna hagnað fyrir sama tímabil 2007. • Arðsemi eigin fjár eftir skatta var neikvæð um 33,9% samanborið við 37,5% arðsemi á sama tímabili 2007. • Hreinar vaxtatekjur námu 60,3 milljónum króna og jukust um 1,5% frá sama tímabili árið 2007. • Vaxtamunur tímabilsins var 1,6% samanborið við 2,1% fyrir sama tímabil árið 2007 og 1,7% fyrir allt árið 2007. • Hreinar rekstrartekjur voru neikvæðar um 299 milljónir króna en voru jákvæðar um 395 milljónir króna á fyrri hluta árs 2007. • Rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum var 1,2% samanborið við 1,3% fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2007. • Virðisrýrnun útlána nam 90 milljónum króna samanborið við 26 milljónir króna fyrri hluta árs 2007. • Afskriftarreikningur lána og krafna nam í lok júní 2008 4,8% af útlánum og veittum ábyrgðum en var 4,1% í árslok 2007 og 4,3% í lok júní 2007. • Heildareignir námu 9.517 milljónum króna í lok júní 2008 og hafa aukist um 2,8% frá árslokum 2007l • Útlán til viðskiptamanna námu 6.092 milljónum króna í lok júní 2008 og jukust um 19,9% frá árslokum 2007. • Innlán námu 3.477 milljón króna í lok júní 2008 sem er 6,2% aukning frá árslokum 2007. • Eigið fé nam 1.531 milljónum króna í lok júní 2008 og lækkar um 23,7% frá árslokum 2007. • Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum um fjármálafyrirtæki var 10,11% í lok tímabilsins. • Meðalfjöldi starfsmanna sparisjóðsins á tímabilinu var 13 samanborið við 14 starfsmenn á sama tímabili 2007. Árshlutareikningur Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2008 ber þess merki að aðstæður á fjármálamörkuðum hafa verið erfiðar á tímabilinu. Til að mæta neikvæðri þróun á hlutabréfamörkuðum og versnandi efnahagsástandi hefur sparisjóðurinn fært varúðarfærslur til lækkunar á eignasafni sínu. Horfur fyrir seinni hluta ársins 2008 eru nokkuð góðar að því gefnu að markaðsaðstæður versni ekki mikið frá því sem orðið er og ekki þurfi að framkvæma frekari varúðarfærslur á eignasafni sparisjóðsins. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Sólbergsson, sparisjóðsstjóri, netfang: asgeir@spbol.is í síma 450-7100.
- 6 mánaða uppgjör 2008
| Source: Sparisjóður Bolungarvíkur