Útboði lokið á samningsbundnum sértryggðum skuldabréfum



Kaupþing banki hf. tilkynnir niðurstöðu í útboði samningsbundinna
sértryggðra skuldabréfa (Structured Covered Bonds), sem lauk í dag.
Alls bárust tilboð að nafnvirði 1,5 milljarðar króna.

Ákveðið var að taka tilboðum í samningsbundin sértryggð skuldabréf,
KAU CB2 (lokagjalddagi 2048) að nafnvirði 1,0 milljarður króna, vegin
ávöxtunarkrafa er 5,0%.

Uppgjörsdagur viðskiptanna er 1. október 2008.

Nánari upplýsingar veitir Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri
Samskiptasviðs, í síma 444 6112 / ir@kaupthing.com