Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna SPRON og Kaupþings


Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna SPRON hf. og Kaupþings hf. Stjórnum
beggja félaga barst í dag bréf frá Samkeppniseftirlitinu þess efnis að samruni
SPRON og Kaupþings hafi verið samþykktur. 

Samruninn er einnig háður samþykki Fjármálaeftirlitsins. Samþykkis lánveitenda
og hluthafafundar í SPRON vegna samrunans hefur þegar verið aflað. 



Nánari upplýsingar veitir;
Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, í síma 550 1213.
Soffía Sigurgeirsdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, í síma 550 1246