- Ákvörðun um frestun innlausnar


Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla
fjármálagerninga útgefnum af Glitni banka hf., Kaupþingi banka hf., Landsbanka
Íslands hf., Exista hf., Straumi fjárfestingarbanka hf. og Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis hf. Ákvörðunin er tekin þar sem það sé mat
Fjármálaeftirlitsins að jafnræði fjárfesta verði ekki tryggt með öðrum hætti. 

Af því leiðir að Glitnir Sjóðir hf. kemst ekki hjá því að fresta innlausnum í
eftirfarandi sjóðum þar sem þeir innihalda fjármálagerninga framangreindra
félaga: 

Sjóður 1 - skuldabréf 
Sjóður 10 - úrval innl. hlbr. 
Sjóður 11 - fyrirtækjabréf 
Sjóður 6 - aðallistinn 
Sjóður 9 - peningamarkaðsbréf 

Áfram verður tekið við pöntunum viðskiptavina, en þær verða ekki afgreiddar
fyrr en Fjármálaeftirlitið ákveður að viðskipti hefjist að nýju með
fjármálagerninga félaganna. 

Frestun innlausnar ofangreindra sjóða er gerð á grundvelli 2. mgr. 27. gr. og
2. mgr. 53. gr. laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.