Reykjavík 07. október 2008 - Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings Services tilkynnti í dag breytingu á langtíma lánshæfismatseinkunn Glitnis úr BBB- í B. Vegna þessa lækkaði skammtíma einkunn bankans úr F3 í B. Stuðnings einkunn (e. support rating) fer úr 2 í 4. Einkunnir fyrir víkjandi lán (e. subordinated debt og hybrid capital instruments) eru færðar úr BB í CCC annars vegar og B í C hins vegar. Sjálfstæð einkunn bankans var staðfest sem F. Allar einkunnirnar eru áfram í skoðun (e. Rating Watch Evolving). Nánari upplýsingar veitar: Sigrún Hjartardóttir, Forstöðumaður fjárfestatengsla, sími 440 4748, GSM 844 4748, netfang: sigrun.hjartardottir@glitnir.is
Fitch breytir lánshæfiseinkunn Glitnis
| Source: Glitnir banki hf.