Reykjavík 7. október 2008 Matsfyrirtækið Standard & Poor's tilkynnti í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunn sína á Glitni úr 'BBB+/A2' í 'CCC/C'. Ennfremur lækkar fyrirtækið einkunn sína á víkjandi skuldabréfum (e. hybrid capital instruments) Glitnis í 'CC'. Frekari upplýsingar veita: Sigrún Hjartardóttir, Forstöðumaður fjárfestatengsla í gegnum netfang sihj@glitnir.is og síma 440 4748
Standard og Poor's breytir lánshæfiseinkunn sinni á Glitni
| Source: Glitnir banki hf.