Exista hefur lokið útboði á hlutum sínum í Sampo


Exista hefur lokið útboði á hlutum sínum í Sampo

Exista hefur lokið útboði með áskriftarfyrirkomulagi á  öllum hlutum sínum í
Sampo Oyj, eða 114.257.867 hlutum sem nema 19,98% af heildarhlutafé Sampo.
Hlutirnir voru seldir til fjölda fagfjárfesta á genginu 11,50 evrur á hlut.
Exista mun á fjórða ársfjórðungi bókfæra u.þ.b. 1,4 milljarða evra tap vegna
sölunnar.  Viðskiptin leiða til þess að skuldir Exista lækka um 1,3 milljarða
evra. Eftir viðskiptin á hvorki Exista né dótturfélög þess hluti í Sampo.
Citigroup og Morgan Stanley höfðu umsjón með sölunni. 

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista:
„Sala Exista á eignarhlutnum í Sampo minnkar verulega heildarskuldir og greiðir
fyrir stýringu félagsins í þeim erfiðu aðstæðum sem nú ríkja á
fjármálamörkuðum.  Engar áætlanir eru um sölu annarra eigna. Við teljum að með
þau traustu fyrirtæki sem við eigum verðum við í góðri stöðu þegar því
óvenjulega ástandi linnir sem nú ríkir á mörkuðum.“ 


Nánari upplýsingar:

Samskiptasvið Exista
Sigurður Nordal
Framkvæmdarstjóri
Sími: 550 8620
ir@exista.com