Glitnir selur starfsemi sína í Finnlandi



Reykjavík 14. október  2008 - Glitnir  Finnlandi, dótturfélag í  100%
eigu Glitnis banka hf., hefur verið selt stjórnendum félagsins þar  í
landi. Þetta er niðurstaða viðræðna sem átt hafa sér stað milli aðila
með aðkomu og  samþykki finnska  fjármálaeftirlitsins. Kaupverðið  er
trúnaðarmál. Búist er við því  að finnska félagið muni í  framhaldinu
taka aftur upp  nafnið FIM en  svo hét það  fyrir yfirtöku Glitnis  á
seinasta ári.

Nánari upplýsingar veita:

Glitnir Ísland
Sigrún Hjartardóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, sími: 440 4748,
farsími 844 4748.

Glitnir Finnlandi
Johannes Schulman,  forstjóri,  í síma  +358  9 6134  6557,   E-mail:
johannes.schulman@glitnir.fi

Pièces jointes

131008 Glitnir selur starfsemi sina i Finnlandi.doc