Endurhverf viðskipti SPRON við Seðlabanka Íslands


Í ljósi umfjöllunar um beiðni Seðlabanka Íslands um auknar tryggingar frá SPRON
vegna endurhverfra viðskipta vill SPRON koma því á framfæri að félagið hefur
átt takmörkuð viðskipti með skuldabréf annarra fjármálastofnana og hefur gert
ráð fyrir því að aukinna trygginga yrði óskað. 

SPRON vill jafnframt koma því á framfæri að öll innlend greiðslumiðlun hefur um
árabil farið í gegnum Seðlabanka íslands án milligöngu Sparisjóðabanka Íslands.