Í kjölfar beiðni Seðlabanka Íslands um auknar tryggingar vegna óvarinna verðbréfa útgefnum af viðskiptabönkunum þremur sendi SPRON frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að bankinn hafi átt í takmörkuðum endurhverfum viðskiptum með umrædd verðbréf og að gert hafi verið ráð fyrir því að reiða þyrfti fram auknar tryggingar. Að gefnu tilefni vill stjórn SPRON koma því á framfæri að SPRON hefur nú mætt óskum Seðlabankans að fullu. Frekari upplýsingar veitir Ósvaldur Knudsen í síma 550 1223.