Hluthafafundur Atorku Group hf., var haldinn fimmtudaginn 23. október 2008 í Turninum, Smáratorgi 3, 20. hæð. Mætt var fyrir 54,45% hluthafa. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi tillaga: 1. Tillaga um að stjórn félagsins yrði falið að óska eftir afskráningu hlutabréfa félagsins úr kauphöllinni OMX Nordic Exchange á Íslandi. Nánari upplýsingar veitir Harpa Þorláksdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs Atorku í síma 840-6212