Afkoma Bakkavör Group á fyrstu níu mánuðum ársins 2008: EBITDA 16,1 milljarður króna á fyrstu níu mánuðum ársins


•  Velta 219,4 ma.kr. (1,2 ma.punda) á fyrstu níu mánuðum ársins, 10% aukning,
   og 73,7 ma.kr. (402,8 m.punda) á þriðja ársfjórðungi, 7% aukning 

•  EBITDA 16,1 ma.kr. (87,9 m.punda) á fyrstu níu mánuðum ársins, 24% lækkun, og
   5,4 ma.kr. (29,4 m.punda) á þriðja ársfjórðungi, 26% lækkun, að meðtöldum
   kostnaði við endurskipulagningu að upphæð 0,9 mö.kr. (4,8 m.punda) á fyrstu
   níu mánuðum ársins, þar af 311 m.kr. (1,7 m.punda) á þriðja ársfjórðungi 

•  EBITDA hlutfall  7,3% fyrstu níu mánuði ársins og 7,3% á þriðja ársfjórðungi
   (EBITDA hlutfall að undanskildum kostnaði við endurskipulagningu 7,7% fyrstu
   níu mánuði ársins og 7,7% á þriðja ársfjórðungi) 

•  Rekstrarhagnaður (EBIT) 10,0 ma.kr. (54,7 m. punda) fyrstu níu mánuði ársins,
   37% lækkun, og 3,3 ma.kr. (18,2 m. punda) á þriðja ársfjórðungi, 39% lækkun 

•  Handbært fé frá rekstri 8,1 ma.kr. (44,3 m. punda) fyrstu níu mánuði ársins,
   46% lækkun, og 5,3 ma.kr. (28,8 m. punda) á ársfjórðungnum, 41% aukning 

•  Hagnaður hluthafa, án áhrifa taps af öðrum fjármálagerningum, nam 1,1 ma.kr.
   (5,8 m.punda) á fyrstu níu mánuðum ársins 

•  Arðsemi eigin fjár án áhrifa taps af öðrum fjármálagerningum 3,3% á fyrstu
   níu mánuðum ársins, samanborið við 19,2% á sama tímabili 2007
 
•  Hagnaður á hlut 0,3 pens á fyrstu níu mánuðum ársins, án áhrifa taps af
   öðrum fjármálagerningum, samanborið við 1,7 pens á fyrstu mánuðum ársins
   2007 

•  Tap af skiptasamningi vegna 10,9% hlutar í Greencore Group PLC 10,7 ma.kr.
   (58,5 m.punda) á fyrstu níu mánuðum ársins, þar af 2,2 ma.kr. (12,3 m.
   punda) á þriðja ársfjórðungi
 
•  Í október var tilkynnt um lokun skiptasamnings (e. Contract for Difference)
   félagsins um 10,9% hlut í Greencore Group, þar sem fjármögnun samningsins var
   dregin til baka 

•  Frekari hagræðingar að vænta í framleiðslu félagsins á tilbúnum réttum  á
   fjórða ársfjórðungi og í október 

Ágúst Guðmundsson, forstjóri:

„Bakkavör Group hefur orðið ágengt í mjög krefjandi rekstrarumhverfi en helstu
áherslur okkar eru að lágmarka áhrif verðhækkana á hráefni, ná fram meiri
hagkvæmni í rekstri, auka markaðshlutdeild og sjóðstreymi félagsins enn frekar.
Við gerum ráð fyrir því að þessi vinna skili aukinni afkomu á árinu 2009. 

Eins og gert var ráð fyrir hafði kostnaður vegna hagræðingaraðgerða sem ráðist
var í á árinu 2007, verðhækkanir á hráefni og aukinn orkukostnaður neikvæð
áhrif á afkomu félagsins á tímabilinu. Ennfremur höfðu minni væntingar neytenda
og óhagstætt veðurfar í Bretlandi yfir sumarmánuðina áhrif á sölu félagsins á
þriðja ársfjórðungi. Félagið náði engu að síður að auka markaðshlutdeild sína í
tilbúnum réttum og öðrum lykilvöruflokkum  í lok  fjórðungsins sem gert er ráð
fyrir að skili auknum tekjum á fjórða ársfjórðungi. 

Í byrjun október greindum við frá því að Bakkavör Group hefði lokað
skiptasamningi vegna 10,9% hlutar í Greencore Group. Vegna umróts og mikilla
sveiflna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum var fjármögnun vegna skiptasamningsins
dregin til baka, sem gerði það að verkum að við þurftum að loka samningnum.
Fjármögnun skiptasamningsins var hins vegar ekki á nokkurn hátt tengd
fjárhagsstöðu félagsins. 

Við gerum ráð fyrir að viðskiptaumhverfið verði áfram krefjandi það sem eftir
lifir árs og fram á það næsta. Áherslur okkar í rekstri verða áfram þær sömu en
við sjáum fram á að aðgerðirnar komi til með að skila félaginu ávinningi á
næsta ári. Við höfum fulla trú á markaðnum með fersk tilbúin matvæli og leggjum
áherslu á að styrkja stöðu okkar á þeim markaði. Félagið þjónar stórum og
breiðum hópi viðskiptavina og er vel í stakk búið til að mæta breyttum
neysluvenjum og markaðsaðstæðum hverju sinni.“

Pièces jointes

q3-08 statements.pdf bakk q3 2008 frettatilkynning.pdf