Skilanefnd Kaupþings banka hélt í dag sinn fyrsta fund með fulltrúum stórra kröfuhafa bankans (óformlegri nefnd kröfuhafa). Fram fóru jákvæðar umræður um stöðu mála og er gert ráð fyrir því að næsti fundur verði haldinn innan mánaðar. Skilanefnd væntir góðs samstarfs við kröfuhafanefndina í því verkefni að hámarka verðmæti eigna fyrir alla hlutaðeigandi.
- Skilanefnd Kaupþings banka fundar með kröfuhöfum
| Source: Kaupþing banki hf.