26. nóvember 2008 Helstu niðurstöður fyrstu níu mánuði ársins 2008 Tap eftir skatta nam 124,7milljónum evra fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2008. Tap fyrir skatta nam 164,6 milljónum evra. Rekstrartekjur námu 50,4 milljónum evra Tekjur af þjónustu við viðskiptamenn, þ.e. hreinar vaxtatekjur og hreinar þóknunartekjur, hækkuðu um 3,4% miðað við sama tímabil árið 2007 og námu 145,1 milljón evra. Tap af fjárfestingum nam 98,8 milljónum evra þar sem markaðir héldu áfram að falla. Rekstrarkostnaður nam 92,7 milljónum evra. Heildareignir 30. september 2008, námu 5,2 milljörðum evra, sem er 26,5% lækkun frá ársbyrjun. Virðisrýrnun nam 122,3 milljónum evra. Eignir í stýringu námu 1,2 milljörðum evra í lok tímabilsins. Eiginfjárhlutfall (CAD) var sterkt þann 30. september 2008 eða 22,5%. Eiginfjárþáttur A var 20,3%. Helstu niðurstöður þriðja ársfjórðungs 2008 Tap eftir skatta nam 145,6 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi. Tap fyrir skatta nam 168,9 milljónum evra. Rekstrartap á þriðja ársfjórðungi 2008 nam 31,1 milljón evra. Tekjur af þjónustu við viðskiptamenn námu 41,3 milljónum evra. Tap af fjárfestingum nam 73,6 milljónum evra. Rekstrarkostnaður nam 30,7 milljónum evra. Virðisrýrnun nam 106,8 milljónum evra. Helstu niðurstöður fyrir október 2008 Tap eftir skatta nam 150,6 milljónum evra í október 2008. Tap fyrir skatta var 175,1 milljón evra. Rekstrartekjur námu 78,5 milljónum evra. Tekjur af þjónustu við viðskiptamenn námu 11,4 milljónum evra. Tekjur af fjárfestingum námu 66,3 milljónum evra. Heildareignir námu 4,4 milljörðum evra þann 31. október 2008, sem er 0,8 milljarða evra eða 15,7% lækkun frá 30. september 2008. Virðisrýrnun nam 244,6 milljónum evra, vegna einstakra atburða á alþjóðlegum mörkuðum og íslenskum mörkuðum. Eiginfjárhlutfall (CAD) var 17,6% þann 31. október 2008. Eigið fé bankans var meira en sem nemur reglubundinni tvöfaldri lágmarksupphæð eiginfjár. Eiginfjárþáttur A var 15,6 %. Lausafjárstaðan er viðunandi miðað við erfiðar markaðsaðstæður. Bankinn vinnur að því að tryggja lausafjárstöðu sína til meðallangs tíma. William Fall forstjóri Straums"Markaðsumhverfi á fjármálamörkuðum hefur hefur einkennst af vaxandi erfiðleikum síðan í júní 2007. Fjármálakreppan jókst á þriðja ársfjórðungi 2008 og í upphafi fjórða ársfjórðungs urðum við vitni að miklu hruni, einkum á Íslandi. Í lok september og í byrjun október tók Fjármálaeftirlitið við stjórn þriggja stærstu viðskiptabankanna á Íslandi. Fyrir vikið lokaðist gjaldeyrismarkaðurinn svotil alveg. Afleiðingar þessara atburða voru þær að alþjóðasamfélagið missti trú á íslenska fjármálakerfið. Þessi þróun hefur haft neikvæð áhrif á flestar fjármálastofnanir, þar á meðal Straum. Engu að síður þraukaði bankinn í þessu fárviðri og við erum nú í þeirri aðstöðu að geta horft fram á veginn. Áherslan á þriðja ársfjórðungi, og einkum frá byrjun október 2008, hefur verið að draga úr efnahagsreikningi okkar og áhættu, verja eigið fé, bæta lausafjárstöðu okkar og efla tengslin við mótaðila okkar. Bankinn hefur einnig nýtt sér tækifæri til að efla frekar tekjusköpunarhæfni sína með því að ráða hluta af fyrrum starfsmönnum Teather í London til að efla stöðu Fyrirtækjasviðs og Markaðsviðskipta á breska markaðnum. Eiginfjárstaða okkar er áfram sterk með eiginfjárhlutfall 22.5%. Bankinn hefur sambankalán á gjalddaga í desember endurfjármögnun er á lokastigi. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður er ég þess fullviss að endurskoðun viðskiptalíkans Straums og sterk eiginfjárstaða bankans geri bankanum kleift að þróa viðskipti sín í samræmi við yfirlýsta stefnu sína sem er áhersla á tekjur af þjónustu við viðskiptamenn, dreifa tekjuleiðum og draga úr áhættu á efnahagsreikningi." Lykiltölur € m 10m 2008 9m 2008 9m 2007 Okt. 2008 Q3 2008 Q2 2008 Q1 2008 Tekjur af þjónustu við viðskiptamenn* 156,5 145,1 140,3 11,4 41,3 49,8 53,9 Rekstrartekjur 128,8 50,4 273,5 78,5 (31,1) 15,3 66,2 Rekstrarkostnaður (101,8) (92,7) (72,2) (9,0) (30,7) (26,9) (35,1) Virðisrýrnun (366,8) (122,3) (11,6) (244,6) (106,8) (8,0) (7,4) Hagnaður (tap) fyrir skatta 339,8 (164,6) 189,6 (175,1) (168,9) (20,2) 24,4 Hagnaður (tap) á tímabilinu 275,3 (124,7) 163,5 (150,6) (145,6) (1,4) 22,3 Eiginfjárhlutfall (CAD) % 17,6 22,5 28,7 Eiginfjárþáttur A 15,6 20,3 26,3 *Samtala hreinna vaxtatekna og hreinna þóknunartekna Nánari upplýsingar veita: Stephen Jack Fjármálastjóri stephen.jack@straumur.com +44 7885 997570 Georg Andersen Forstöðumaður Samskipta og markaðssviðs georg.andersen@straumur.com +354 858 6707
Afkoma Straums-Burðaráss fjárfestingabanka fyrstu níu mánuði ársins 2008 - Eiginfjárstyrkur við erfiðar markaðsaðstæður
| Source: Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf.