Uppgjör Exista fyrir janúar til september 2008


Exista hf. birtir í dag árshlutauppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2008:

• Afkoma eftir skatta var neikvæð um 170 milljónir evra á fyrstu níu mánuðum
ársins 

• Heildareignir námu 6,3 milljörðum evra í lok september

• Bókfært eigið fé nam 2,0 milljörðum evra í lok september

• Heildarskuldir lækkuðu um 1,4 milljarða evra, eða 24% fyrstu níu mánuði ársins

• Handbært fé nam 288 milljónum evra í lok september 

• Eiginfjárhlutfall var 36% (með víkjandi skuldabréfum) í lok tímabilsins


Atburðir eftir lok uppgjörstímabils:
• Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur Kaupþings 9. október

• Exista hefur brugðist við ytri áföllum með sölu eigna, m.a. í Sampo,
Storebrand og Bakkavör 

• Hluthafafundur 30. október samþykkti víðtækar heimildir til aðgerða

• Exista verður afskráð úr Kauphöllinni 


Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður:
„Efnahagsreikningurinn í lok september sýnir styrk Exista fyrir hrun
fjármálamarkaðarins. Bókfært eigið fé nam þá 2 milljörðum evra, eitt það mesta
á meðal íslenskra fyrirtækja. Við þrot Kaupþings varð Exista, sem stærsti
eigandi verðmætasta fyrirtækis landsins, fyrir þungu höggi. Þar eð
eignarhluturinn í Kaupþingi var einungis að litlu leyti veðsettur heldur Exista
velli. 

Undanfarið ár höfum við lagt megináherslu á að verja undirstöður félagsins í
fallandi fjármálamörkuðum. Efnhagsreikningur Exista hefur minnkað og skuldir
greiddar niður. Lögð hefur verið áhersla á trausta lausafjárstöðu. Á þriðja
ársfjórðungi greiddi Exista niður lán sín fyrir 300 milljónir evra. Þrátt fyrir
markvissan undirbúning félagsins fyrir erfiða markaði varð hrun
fjármálakerfisins í október miklu dýpra og víðtækara en unnt var að sjá fyrir. 

Staða Exista er óljós um þessar mundir. Við hrun íslensku bankanna átti félagið
eignir umfram skuldir í bankakerfinu og er enn ekki ljóst hvort og þá hvenær
skuldbindingum bankanna gagnvart Exista verður fullnægt. Þess vegna liggur
eignastaða félagsins ekki fyrir. 

Þrátt fyrir óvissuna teljum við félagið hafa burði til þess að standa af sér
áföllin. Innan Exista eru öflug íslensk fyrirtæki, svo sem VÍS, Lýsing og
Síminn. Í lok október samþykktu hluthafar afskráningu félagsins úr Kauphöllinni
og veittu víðtækar heimildir til aðgerða til þess að vinna að framtíðarlausnum
fyrir félagið. Á þeim grundvelli er nú unnið að því að treysta framtíð Exista.“ 



Frekari upplýsingar um reikninga félagsins veitir:
Samskiptasvið Exista 
Sigurður Nordal
framkvæmdastjóri 
sími: 550 8620 (ir@exista.com)

Pièces jointes

exista - afkomutilkynning 3f 2008.pdf exista condensed consolidated interim financial statements 9m 2008.pdf