- Úrsögn úr stjórn rekstrarfélagsins Landsvaka og breyting á framkvæmdastjórn


Stefán Héðinn Stefánsson hefur sagt sig úr stjórn rekstrarfélagsins Landsvaka
hf. Samhliða hefur stjórn Landsvaka hf. fallist á beiðni Sigurðar Óla
Hákonarsonar framkvæmdastjóra Landsvaka um að hann láti af störfum fyrir
félagið. 

Með þessu vona Stefán og Sigurður að nauðsynlegur friður skapist um starfsemi
félagsins. Stjórn Landsvaka þakkar Stefáni og Sigurði fyrir þeirra störf á
liðnum árum og óskar þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum.