Níu mánaða uppgjör 2008


Helstu niðurstöður úr 9 mánaða uppgjöri Atorku Group hf.:


Móðurfélagsreikningur:
•  Tap eftir skatta á þriðja ársfjórðungi ársins var 2,3 milljarðar króna
•  Tap eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins var 6,3 milljarðar króna
•  Heildareignir í lok september voru 58,2 milljarðar króna
•  Eigið fé var 14,6 milljarðar króna í lok september
•  Eiginfjárhlutfall í lok september var um 25,1 %

•  Fjárfestingaverkefni Atorku eru öll í rekstrarfélögum í sérhæfðri framleiðslu
   og þjónustu 
•  Flest verkefnin eru í vaxtargeirum s.s. endurnýtanlegri orku,
   vatnshreinsiiðnaði, umhverfistækni og umbúðaframleiðslu 
•  Eignarhlutur Atorku er almennt 20-40% til að tryggja veruleg áhrif varðandi
   stefnumörkun og stjórnun 
•  Rekstur flestra þessara félaga er utan Íslands og flest þeirra starfa á
   alþjóðlegum mörkuðum 
•  Nær öll þessi félög eru rekin með hagnaði skv. síðustu uppgjörum



Samstæðureikningur:
•  Tap eftir skatta í samstæðureikningi Atorku Group hf. á þriðja ársfjórðungi
   var 2,7 milljarðar króna 
•  Tap eftir skatta í samstæðureikningi Atorku Group hf. á fyrstu níu mánuðum
   ársins var 11,4 milljarðar króna 
•  Rekja má stærstan hluta af tapi í samstæðureikningi til mikillar veikingar
   krónunnar 
•  Tekjur á fyrstu 9 mánuðum ársins voru 69,9 milljarðar króna
•  Heildareignir samstæðunnar í lok september voru 129 milljarðar króna
•  Eigið fé var 0,2 milljarðar í lok september
•  Afkoma og starfsemi Atorku endurspeglast í móðurfélagsreikningi en ekki í
   samstæðureikningi. Því eru ákvarðanir teknar út frá móðurfélaginu, til að
   mynda gengisvarnir sem verja fjárfestingar móðurfélagsins fyrir sveiflum á
   gjaldeyrismarkaði en koma nú fram sem tap í samstæðureikningi við veikingu
   krónunnar 


Helstu atburðir eftir lok 3. ársfjórðungs Atorku Group hf.:
•  Unnið er að endurfjármögnun skulda félagsins í samvinnu við viðskiptabanka
   félagsins 
•  Hluthafafundur samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða afskráningu úr
   Kauphöll Íslands 
•  Atorka vann fullnaðarsigur í Hæstarétti í dómsmáli sem höfðað var gegn
   Kauphöll Íslands vegna athugasemda við framsetningu fréttatilkynningar í
   ágúst 2006.  Áður hafði Atorka unnið málið í Héraðsdómi Reykjavíkur 
•  Kauphöllin hefur tilkynnt að Atorka Group hf. verði afskráð þann 5. des nk.
•  Þegar hefur verið tekið tillit til í uppgjöri félagsins, áhrifa vegna
   niðurfærslu hlutabréfa í Glitni og lækkun peningamarkaðssjóðs Glitnis,
   tæplega 1,7 milljarður 


Magnús Jónsson forstjóri Atorku:
„Aðstæður á fjármálamörkuðum sem og efnahagsástand almennt er verulega erfitt
og búist er við samdrætti í mörgum af stærstu hagkerfum heimsins.  Þetta leiðir
til þess að það er erfiðara en ella að spá fyrir um afkomu fyrirtækja.  Aðgengi
að fjármagni hefur minnkað gríðarlega sem gerir fyrirtækjum erfitt fyrir að
sækja sér fé.  Þetta hefur áhrif á fjármagnskostnað og möguleika til vaxtar og
endurfjármögnunar. 

Ástandið á Íslandi er óvenjulegt og litast af mikilli óvissu eftir hrun
bankakerfisins. Þessi óvissa endurspeglast í fjármálagerningum sem félagið
hefur gert við viðskiptabanka sína til að lágmarka gjaldeyrisáhættu.  Þessu til
viðbótar hefur gengi krónunnar fallið gríðarlega það sem af er árinu sem veldur
því að efnahagsreikningur félagsins stækkar þrátt fyrir töluverða eignasölu.  
Jafnframt hefur veiking krónunnar í samstæðureikningi þau áhrif að gengisvarnir
í móðurfélagi koma fram sem tap í samstæðureikningi. 

Neikvæð þróun hlutabréfamarkaðar, sérstaklega síðustu mánuði hefur neikvæð
áhrif á afkomu félagsins.  Fjárfestingar Atorku eru í rekstrarfélögum sem gerir
það að verkum að áhrif fjármálakreppunnar hafa ekki jafn neikvæð áhrif á
félagið og ella.  Helstu fjárfestingar Atorku eru í endurnýtanlegri orku,
vatnshreinsiiðnaði, plastiðnaði og  sérhæfðri flutningaþjónustu. 

Atorka hefur síðustu misseri búið sig undir erfiða tíma.  Félagið lauk sinni
stærstu fyrirtækjasölu til þessa um mitt síðasta ár og framlengdi
lánasamningum.  Atorka hefur síðasta árið selt verulega af eignum sínum og
greitt niður skuldir og þannig undirbúið félagið fyrir erfiðara
efnahagsumhverfi.  Það sem gerðist í byrjun október með hruni íslenska
bankakerfisins var þó mun meira áfall en nokkur gat séð fyrir. 

Með lungað af sínum fjárfestingum í vel reknum rekstrarfélögum er félagið betur
í stakk búið að bregðast við þessum hamförum en ella og mun Atorka áfram styðja
við uppbyggingu kjarnafjárfestinga sinna til framtíðar. ” 


Framtíðarhorfur:
Áfram verður lögð áhersla á að styðja helstu fjárfestingaverkefni sem eru í
eignasafni félagsins. Fjárfestingaverkefni Atorku eru flest á sviði
endurnýtanlegrar orku, plastiðnaðar, vatnshreinsiiðnaðar, umhverfistækni og
sérhæfðrar flutningaþjónustu sem njóta góðs af hnattrænni þróun.
Skammtímahorfur eru krefjandi og töluverð óvissa um hvernig
heimsmarkaðsbúskapurinn muni þróast á komandi misserum.  Langtímahorfur
fjárfestingaverkefna félagsins eru góðar og mikil vaxtatækifæri á öllum helstu
mörkuðum þeirra. 


Nánari upplýsingar veita;
 
Magnús Jónsson, 
forstjóri í síma 540 6200 

Harpa Þorláksdóttir
forstöðumaður samskiptasviðs í síma 840 6212


Reikninga Atorku Group má finna á heimasíðu félagsins www.atorka.is

Pièces jointes

atorka group q3 - parent.pdf atorka group q3 - consolidated.pdf atorka q3 2008 presentation.pdf atorka group q3 2008 frettatilkynning.pdf