5. desember 2008 Straumur hefur í dag lokið fjármögnun á 133 milljónum evra. Fjármögnunin bætir lausafjárstöðu bankans og verður nýtt til að endurgreiða sambankalán að upphæð 200 milljónir evra sem gjaldfellur 9. desember næstkomandi. Gjalddagi þessarar nýju fjármögnunar er 15. maí 2009. Straumur telur að í kjölfar þessa geti bankinn haldið áfram að standa við allar sínar fjárhagslegu skuldbindingar. Willam Fall, forstjóri Straums: "Þessi fjármögnun er mikilvægur áfangi fyrir Straum sérstaklega í ljósi núverandi markaðsaðstæðna. Þetta er ennfremur jákvætt skref fyrir íslenskan fjármálamarkað í ljósi þeirra erfiðleika sem Ísland hefur staðið frammi fyrir undafarna mánuði. Straumur mun, í samræmi við áður yfirlýsta stefnu, halda áfram að byggja upp alhliða fjárfestingabanka ásamt því að draga úr efnahagsreikning sínum og viðhalda fjárhagslegum styrk". Nánari upplýsingar veitir: Georg Andersen Forstöðumaður Samskiptasviðs netfang: georg@straumur.com sími: 858 6707 / 585 6707
Upplýsingar um fjármögnun Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. ("Straumur")
| Source: Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf.