Leiðrétting á tilkynningu frá 5. desember vegna viðskiptavaka með hlutabréf í Straumi-Burðaráss Fjárfestingarbanka hf.(Straumur).



8. december 2008

Leiðrétting á tilkynningu frá 5. desember vegna viðskiptavaka með
hlutabréf í Straumi-Burðaráss Fjárfestingarbanka hf.(Straumur).

Fyrri tilkynning innihélt rangar tölur í skilmálum viðskiptavaka
samnings milli Straums og Nýja Kaupþings.

Kaupþhing Banki hf. Landsbanki Íslands hf. og Glitnir hf. hafa hætt
viðskiptavaka með hlutabréf í Straumi.

Straumur hefur samið við Nýja Kaupþing banka hf. (Nýja Kaupþing)um
viðskiptavaka með hlutabréf í Straumi fyrir eigin reikning Nýja
Kaupþings.

Samningurinn felur í sér að Nýja Kaupþing setur fram daglega kaup- og
sölutilboð í hlutabréf Straums í því skyni að markaðsverð skapist á
hlutabréfunum og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.
Tilboð eru sett fram í viðskiptakerfi OMX Nordic Exchange á Íslandi,
áður en markaður er opnaður og skulu ekki gilda lengur en innan
dagsins.

Skilmálar viðskiptavakasamningsins eru eftirfarandi:

Nýja Kaupþing skuldbindur sig til að setja daglega fram kaup- og
sölutilboð í að lágmarki 1.000.000 hluta í Straumi og skulu tilboð
vera á því gengi sem Nýja Kaupþing ákveður í hvert skipti.

Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,25% og
frávik frá síðasta viðskiptaverði ekki meira en 3,0%.

Hámarksfjárhæð heildarviðskipta sem Nýja Kaupþing skuldbindur sig til
að eiga eða selja dag hvern skal vera 25.000.000 kr. að nafnverði.

Nýja Kaupþing mun hefja viðskiptavaktina tveim dögum eftir að
viðskipti með hlutabréf Straums hefjast að nýju.

Nánari upplýsingar veitir;
Georg Andersen
Forstöðumaður Samskipta-og Markaðssviðs.
Sími: +354 858 6707
georg@straumur.com