Sameiningarviðræðum Sparisjóðsins í Keflavík, Byrs og SPRON haldið áfram


Viðræður um sameiningu Sparisjóðsins í Keflavík, Byrs og SPRON hafa staðið yfir
frá því í byrjun desember og hafa samningsaðilar kannað hvort grundvöllur er
fyrir sameiningu sparisjóðanna.  Viðræðurnar hafa gengið vel og er nú beðið
þess að sparisjóðirnir ljúki ársuppgjörum sínum svo halda megi þeim áfram. 

Þær tímaáætlanir sem gerðar voru í upphafi viðræðnanna munu ekki nást m.a.
vegna aðstæðna í íslensku efnahagslífi en gert var ráð fyrir að niðurstöður
þeirra lægju fyrir á fyrstu vikum þessa árs.  Engar nýjar tímasetningar liggja
fyrir um framhaldið, en stefnt er að því niðurstaða liggi fyrir eins fljótt og
hægt er. 


Nánari upplýsingar veita: 

Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, í síma 421
6605 
Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs, í síma 575 4000
Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, í síma 550 1213