Fjármálaeftirlitið hefur nú staðfest nýjar reglur Landsvaka fyrir Fyrirtækjabréf Landsbankans. Þessar reglur miða að því að tryggja jafnræði allra hlutdeildarskírteinishafa þannig að allir fái greitt hlutfallslega úr sjóðnum í samræmi við eign sína. Í framhaldi af þessu verður hlutdeildarskírteinishöfum greitt það reiðufé sem innheimtist inn á vörslureikning samhliða vaxtagjalddögum og lokagjalddögum eigna sjóðsins, sem og það reiðufé sem fæst með sölu á eignum sjóðsins. Ekki er gert ráð fyrir að sjóðurinn verði opnaður fyrir innlausnir að nýju enda er um er að ræða aðgerðir sem munu leiða til slita á sjóðnum þegar öllum eignum hans hefur verið ráðstafað til hlutdeildarskírteinishafa í samræmi við það sem að framan greinir. Reglubreytingarnar eru gerðar á grundvelli 2. mgr. 12. gr. laga nr. 30/2003. Sjóðfélagar fá sent bréf á næstu dögum til nánari útskýringa á stöðu Fyrirtækabréfa ásamt nýjum reglum sjóðsins. Þann 14. október var opnað fyrir viðskipi með Skuldabréfasjóða Landsbankans en þann dag var tilkynnt var um opnun sjóðsins á vef Landsbankans. Sjóðurinn fjárfestir einungis í ríkistryggðum verðbréfum (spariskírteinum, húsbréfum, íbúðabréfum, ríkisbréfum og ríkisvíxlum).
- Staða Fyrirtækjabréfa Landsbankans og opnun Skuldabréfasjóðs Landsbankans
| Source: Landsvaki