Afkoma Bakkavör Group á fyrsta ársfjórðungi 2009


EBITDA 18,7 milljónir punda á fyrsta ársfjórðungi 2009

9% söluaukning þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi
Áætluð aukning EBITDA u.þ.b. 15% á milli ára, um £125 milljónir punda
Sjóðstreymi eykst á 2. ársfjórðungi og verulega árinu í kjölfar hagræðingar

•  Velta 410 milljónir punda á fyrsta ársfjórðungi, 9% aukning.

•  Söluaukning í undirliggjandi rekstri1 (m.v. fast gengi) 1%.

•  EBITDA 18,7 milljónir punda, 29% lækkun. EBITDA hlutfall 4,6%, samanborið við
   7,0% á fyrsta ársfjórðungi 2008.
 
•  Tap 8,1 milljónir punda á tímabilinu samanborið við 12,8 milljóna punda tap á
   fyrsta ársjórðungi 2008.
 
•  Handbært fé frá rekstri fyrir skatta, vexti og einskiptiskostnað vegna
   hagræðingaraðgerða, nam 1,3 milljón punda á fyrsta ársfjórðungi 2009,
   samanborið við 6,4 milljónir punda á fyrsta ársfjórðungi 2008. 

•  Sala á öðrum ársfjórðungi fer vel af stað og áætla stjórnendur u.þ.b. 15%
   aukningu EBITDA* fyrir árið 2009. 


Ágúst Guðmundsson, forstjóri:

Við náðum góðri söluaukningu á fyrsta fjórðungi ársins miðað við núverandi
efnahagsaðstæður, en aukninguna má einkum rekja til sveigjanleika í framleiðslu
félagsins, aukningar markaðshlutdeildar í Bretlandi og aukningar í Evrópu, Asíu
og Bandaríkjunum. Þessi aukna sala sýnir vel styrk starfsemi okkar á
samdráttartímum en við reiknum með að sala haldi áfram að aukast þrátt fyrir að
hægist um í alþjóðahagkerfinu. 

Við gerum ráð fyrir að fyrsti ársfjórðungur marki síðasta tímabil lækkunar á
framlegð félagsins, nú þegar áhrifa af hagræðingaraðgerðum í rekstri félagsins
hættir að gæta og þess að aðgerðir okkar til að lágmarka áhrif verðhækkana á
hráefni á reksturinn, auka hagkvæmni og hámarka nýtingu taki að skila bættri
afkomu. Gert er ráð fyrir að EBITDA* félagsins muni aukast um u.þ.b. 15% árið
2009 og nemi u.þ.b. 125 milljónum punda. 

Gert er ráð fyrir að sjóðstreymi aukist á öðrum ársfjórðungi og verulega á
árinu í kjölfar hinna viðamikillu hagræðingaraðgerða sem félagið réðst í á
árinu 2008. 

Félagið á enn í viðræðum við stærstu eigendur skuldabréfa Bakkavör Group hf.,
en stjórn félagsins er vongóð um að viðræðurnar muni skila árangri og að
gjalddagi skuldabréfanna fáist framlengdur. Á fyrsta ársfjórðungi tilkynntum
við að félagið hefði tryggt fjármögnun allra rekstrarfélaga samstæðunnar til
næstu þriggja ára en þessir samningar sýna trygga fjárhagsstöðu
rekstrarfélaganna. 
	


Frekari upplýsingar veita:

Ágúst Guðmundsson, forstjóri
Sími: 550 9700

Richard Howes, fjármálastjóri
Sími: 550 9700

Snorri Guðmundsson, fjárfestatengsl
Sími: 550 9710/ 858 9710

Pièces jointes

bakk q1 2009 frettatilkynning.pdf q1-09 statements.pdf