Afkoma Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. á tímabilinu 1. janúar-30. júní 2009 Stjórn Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. hefur staðfest árshlutareikning félagsins fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2009. • Hagnaður Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. eftir skatta á fyrri hluta ársins 2009 nam 8 m.kr. samanborið við 1.157 m.kr fyrir sama tímabil árið 2008. Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. er dótturfélag Nýja Kaupþings banka hf. og hluti af samstæðureikningi bankans og dótturfélaga hans. • Hreinar rekstrartekjur á tímabilinu námu 322 m.kr. samanborið við 2.166 m.kr. á sama tímabili árið 2008. • Rekstrargjöld á tímabilinu námu 312 m.kr. samanborið við 805 m.kr. á sama tímabili árið 2008. • Eigið fé 30. júní árið 2009 nam 1.252 m.kr. skv. efnahagsreikningi miðað við 3.532 m.kr. 30. júní 2008. Eiginfjárhlutfall, sem reiknað er samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, er 20,9%, en má samkvæmt framangreindum lögum ekki vera lægra en 8,0%. • Rekstrarfélagið sér m.a. um eignastýringu og rekstur verðbréfasjóða, fjárfestingasjóða og fagfjárfestasjóða. Hlutdeildarskírteini ICEQ verðbréfasjóðs og skuldabréf fagfjárfestasjóðanna KB ABS 10 og KB ABS 12 hafa verið tekin til viðskipta í NASDAQ OMX Iceland hf. Sérstakir árshlutareikningar eru gerðir fyrir þá sjóði og þeir birtir sérstaklega í fréttakerfi OMX. • Árshlutareikningurinn var kannaður af KPMG hf. sem telur að við könnun sína hafi ekkert komið fram sem bendir til annars en að árshlutareikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á tímabilinu, fjárhagsstöðu þess 30. júní 2009 og breytingu á handbæru fé á tímabilinu, í samræmi við lög um ársreikninga. Í könnunaráritun óháðs endurskoðanda er ábending, þar sem vakin er athygli á skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra ásamt skýringum þar sem greint er frá mati á verðbréfum. Hægt verður að nálgast árshlutareikning félagsins frá og með deginum í dag hjá Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf., Borgartúni 19, Reykjavík. Nánari upplýsingar um árshlutareikning Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. veitir Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri félagsins, í síma 444 7464.
- 6 mánaða uppgjör 2009
| Source: Stefnir hf.