NIÐURSTÖÐUR HLUTHAFAFUNDAR 8. SEPTEMBER 2009 Eftirfarandi tillögur voru bornar upp á hluthafafundi og samþykktar: 1. Tillaga stjórnar um breytingu á 1. gr. samþykkta félagsins að nafni félagsins verði breytt. Fundarstjóri bar upp tillögu þess efnis að breyta nafni félagsins í A1988 hf. Tillagan borin upp til samþykktar og var hún samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. 2. Staðfesting á samningum vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Fundarstjóri bar upp eftirfarandi tillögu: “Hluthafafundur Hf. Eimskipafélags Íslands haldinn 8. september 2009 staðfestir heimild til stjórnar um að framselja allar eigur félagsins til skiparekstrar til Eimskip Íslands ehf. og hækka þannig hlutafé þess félags og fá sem gagngjald hluti í Eimskip Ísland ehf. Jafnframt staðfestir fundurinn heimild til stjórnar félagsins að framselja framangreinda hluti í Eimskip Ísland ehf., ásamt öllum öðrum eignum félagsins að frátöldum 51% hlut í Eimskip Tango ehf., til félagsins L1003 ehf. gegn afhendingu hluta í L1003 ehf.” Tillagan var borin upp til samþykktar og var samþykkt samhljóða.
Niðurstöður hluthafafundar 8. september 2009
| Source: Hf. Eimskipafélag Íslands